sunnudagur, 22. mars 2009
Greiðsluviljavísitalan fellur
Lög um útgreiðslu á séreignalífeyrissparnaði sem samþykkt voru fyrir viku eru ekki komin til framkvæmda þegar séreignalífeyrissparnaður í vörslu Spron er frystur.
Fréttir af frystingunni eru óljósar. Hvað mun hún hugsanlega vara lengi? Munu eigendur sparnaðar í séreignasjóðum Spron fá greitt út úr sjóðunum eins og aðrir? Tryggir einhver þessar innistæður?
Og upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins segir að sjóðirnir séu frystir því annars væri hugsanlegt að á þá verði gert áhlaup? Er þetta sannfærandi? Um útgreiðslur úr þessum sjóðum gilda verulegar takamarkanir. Hvernig er hægt að gera áhlaup á séreignalífeyrissjóð? Er hugsanlegt að aðrir séreignalífeyrissjóðir verði fyrir áhlaupum? Er þetta kerfi svona veiklað?
Nú þurfa fjölmiðlar að leggja okkur áhyggjufullum “eigendum” séreignalífeyrissparnaðar lið og fá svör við þessum spurningum. Við getum ekki sótt okkur nánari upplýsingar sjálf en nánari upplýsingar til fjölmiðla, eins og það er orðað á vef Fjármálaeftirlits, veitir Sigurður G. Valgeirsson, síminn hjá Sigurði er 840-3861 og hann hefur netfangið sgv@fme.is
Þessar óljósu fréttir hafa veruleg neikvæð áhrif á greiðsluviljavísitölu heimilisins, hún féll um fimmtíu stig eða eitthvað - en það má kannski laga með betri upplýsingum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli