fimmtudagur, 12. mars 2009

Frjálst og óháðÉg sé að menn eru hver um annan þveran að upplýsa um viðskiptatengsl sín og í blaðinu í dag sá ég að einn blaðamaður hefur tíundað laun sín fyrir sjónvarpsþáttagerð og bloggskrif.


Ég hef nú aldrei litið á bloggið mitt sem blaðamennsku heldur frekar svona sem dagbók um skoðanir mína og einkarekna áróðursvél þegar því er að skipta.

Mér er þó ljúft að taka fram að ég hef aldrei fengið krónu greidda fyrir að blogga en auðvitað má líta svo á að það séu fríðindi að hafa bloggið sitt á fríu vefsvæði, en þau fríðindi eru ekki sérstök, allir eiga kost á því. Mér var þó fyrir stuttu boðið í bíó af því ég blogga á Eyjunni en ég þáði ekki boðið.

Allt þetta sjálfstæði mitt kemur þó ekki í veg fyrir að menn reyni að hafa áhrif á skrif mín. En það er allt önnur saga, ég verða vonandi áfram frjálslegur og óhás.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frjáls og óhás áfram vonandi. Hvernig ertu annars af kvefinu Hörður minn?

- g