laugardagur, 7. mars 2009

Þrjú formannsefni í Samfylkingunni.


Þau verða þrjú í framboði til formanns í Samfylkingunn á komandi landsfundi. Auður, Ingibjörg og Jón Baldvin.


Samkvæmt nýjustu mælingum hreppa þau tvö síðastnefndu ekki titilinn.


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er Auður karl?

- g

Nafnlaus sagði...

Bara að benda á sem hefur pirrað mig í allann dag. En það er að þessi könnun í dag er alveg svaklega rugluð. Hvað á það að sýna að spyrja kjósendur allra flokka hvaða hvort þeir vilji Jón eða Ingibjörgu? Til að byrja með þá er nú líklegt að kjósendur annarra flokka hafi ekki áhuga saman ber að 47% vildu hvorugt. Og svo kemur smáaletrið í þessari frétt að um 70% kjósenda Samfylkingar vildu Ingibjörgu. En þetta segir ekkert því það eru aðeins fulltrúar á Landsþingi sem kjósa formann.

Nafnlaus sagði...

Hörður!

Hvar ert þú í framboði?

Það er ótrúlegt að sjá hvernig þú veitist ítrekað að formanni Samfylkingarinnar.

Hvað gengur þér til?

Unknown sagði...

Nafnlaus nr3

Ég hef nú ekki ákveðið að vera í framboði ennþá, en eins og margoft hefur komið fram í þessu bloggi hef ég verið í Samfylkingarfélagi undanfarin ár.

En þetta er ekki rétt hjá þér ég hef ekki minnst á þessa konu í a.m.k. meira en mánuð.

Seinustu bloggin mín eru um lagasetningu, framboð Lúðvíks, Davíð Oddsson, kreppuna, Magnús Ólafsson, Ara Matthíasson, Þórlind Kjartansson, Björn Jörund,greind skynjarakerfi, potta og pönnur og Steingrím Joð. Finnur þú einhvert formannshatur í þessu?

Seinast þegar ég minntist á formanninn í Samfylkingunni stakk ég upp á því að hún ætti að taka sér veikindafrí. Viku síðar komst hún að sömu niðurstöðu.

Ert þú ekki bara óþarflega viðkvæmur Nafnlaus?

Nafnlaus sagði...

Það er glæsilegt hvað Ingibjörg Sólrún kemur vel út í skoðunarkönnunum meðal Samfylkingarmanna með 70 prósent stuðnig félagsmanna.
Andstæðingarnir eitthvað pirraðir út af því.

kv Rögnvaldur