sunnudagur, 8. mars 2009

Kynlegar fréttir



Sóley Tómasdóttir ágætur femínisti í VG segir á heimasíðunni sinni í dag að ekki einu sinni hæstiréttur fái þaggað niður baráttu fyrir jöfnum rétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Það er ágætt, en ætlar VG að standa í vegi fyrir þessari baráttu?


Í undanförnum kosningum hafa gjarnan tíðkast svokallaðir fléttulistar þar sem karala og konur eru til skiptis á framboðslistum, eða a.m.k. ákveðið hlutfall beggja kynja er í efstu sætum eða sætum sem líklegt má telja að skili flokknum embætti. En nú er sýnt að konum gangi betur og þá þarf ekki að standa í svona réttlætismáli.

Nú háttar málum þannig til að í sex efstu sætum á lista VG í Reykjavík verður einn karlmaður og það er allt í lagi. Þrátt fyrir það að þriðja grein í lögum flokksins hljómi svona: Við val í trúnaðarstörf innan flokksins skal gætt jöfnuðar milli kynja þar með talið við val á framboðslista til kosninga á Alþingi og í sveitarstjórnir.

Og markmið þessa flokks er að berjast fyrir jafnrétti og jöfnuði....

Það má hugsa sér að niðurstaðan hefði verið að fimm karlar og ein kona hefðu raðast í sex efstu sætin í prófkjörinu hjá VG. Hvaða umræða hefði þá farið í gang?

Þetta er kynlegt og erfitt að koma auga á hvernig þessi flokkur ætlar að fara að því að bjóða okkur svona framboðslista en jafnframt halda því fram að hann sé í samræmi við eigin reglur.

Ósjálfrátt veltir maður því fyrir sér hvað formaður flokksins átti við þegar hann lýsti því yfir í sjónvarpi á dögunum að hann væri orðinn femínisti. Hvað þýðir það Steingrímur?


11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Hörður.

Hefurðu lesið Hitt Kynið eftir de Beauvoir? Mæli með henni, sérstaklega fyrir miðaldra karlmenn.

Nú hafa karlar verið dómínerandi í stjórnmálum frá því sögur hófust, þar af eru konur tiltölega nýbúnar að fá kosningarétt og hvað þá þingsæti eða ráðherrastóla. Konur hafa aldrei verið í meirihluta á Alþingi. Í dag er 38.361 dagur er liðin frá því Ísland fékk heimastjórn. Á þessum 38.361 einum degi hefur kona verið forsætisráðherra í 36 daga. Í 38.325 daga hefur karl hinsvegar verið forsætisráðherra. Þetta er svo lágt hluftall að vasareiknirinn minn gat ekki einu sinni reiknað það út svo ég skyldi útkomuna.

Alþingi var stofnað árið 930. 989 árum síðar settist kona fyrst á Alþingi. Það þurfti sérstakt kvennaframboð til þess að lyfta hlutfalli kvenna á Alþingi yfir 5%. Aldrei hefur það þó farið yfir 36,5%.

Ef þú vissir það ekki þá voru einungis konur í framboði fyrir Kvennalistann. Hvorki miðaldra karlar eins og þú, né aðrir karlar.

Ef þú telur raunverulega að Vinstrihreyfingin-Grænt framboð vinni gegn jafnrétti kynjanna, á þeim forsendum að konur séu fjölmennari á lista til Alþingis (í tveimur kjördæmum af sex) þá hlýtur þú að telja að Kvennalistinn hafi gert það líka.

Þá hlýtur þú að telja að Kvennalistinn hafi unnið gegn jafnrétti kynjanna. Er þetta ekki rétt skilið hjá mér?

En getur það ekki verið rétt hjá mér Hörður að hlutfall kvenna hafi verið svo bjagað á Alþingi og sé ennþá að það sé bara allt í lagi að konur séu í efstu sætum á lista eins stjórnmálaflokks í tveimur kjördæmum?

----

Þrátt fyrir þessa miklu skekkju, þá sérðu þig samt knúinn til þess að setjast niður fyrir framan tölvuna og gefa það í skyn að karlar eigi undir högg að sækja á Alþingi Íslendinga.

Ég hef núna í uþb hálftíma reynt að réttlæta þessa hegðun þína fyrir sjálfum mér og finna á henni skýringar. Mér hefur ekki enn tekist að réttlæta þessa hegðun þína, en mér dettur í hug tvær skýringar.

Skýring 1. Þú ert fávís og veist ekki hver staðan er.

Skýring 2. Þú lítur á VG sem andstæðinga þína. Þú ert skráður í annan stjórnmálaflokk, ert dyggur flokksmaður og stólaraðari og færð fró úr því að gera lítið úr öðrum stjórnmálaflokkum sama hvort þeir eigi það skilið eða ekki. Kjörorð þín eru að tilgangurinn helgi ávallt meðalið og meðalið er að þinn stjórnmálaflokkur skori sem hæst í kosningum. Til að ná þessu markmiði skeytir þig engu um fólkið í landinu og hagsmuni þess. Konur, samkynhneigða, fátæka, innflytjendur eða nokkra aðra en sjálfan þig og flokkinn.

Þetta er aumkunarvert Hörður. Eiginlega bara alveg ömurlegt hjá þér.

Unknown sagði...

Sæll Kristin

Þessi langloka þín er með þeim ómálefnalegri sem settar hafa verið inn í kommentakerfið mitt.

Mér er vel kunnugt um aldalanga kúgun kvenna. Þeir sem nenna að lesa bloggið mit vita það. Upptalning á misrétti réttlætir ekki annað óréttlæti.

Þrátt fyrir að þú ályktir að ég sé annað hvort fávís eða illgjarn sé ég ekki betur en væntanlegur framboðslisti VG í Reykjavík verði á skjön við þess eigin reglur.

Og mér er ljúft að undirstrika það að mér er mjög hlýtt til VG og á mikla samleið með þeim, sérstaklega í jafnréttismálum.


Ps. Eru miðaldra karlmenn verri en annað fólk Kristín? Eða hvað kemur aldur fólks þessari umræðu við?

pjotr sagði...

Gaman að þessu Hörður.
Tónninn hjá þér Hörður var einhvern vegin svo súr í upphafi (og ekki skánaði hann þegar þú fékkst viðbrögð á færsluna)að ég fór að reyna að rifja það upp hvort þú hafir verið í prófkjöri fyrir VG hér í borginni og værir ósáttur. Þar sem ég veit að þú ert aðfluttur Hafnfirðingur sá ég strax að það gat ekki verið, auk þess, ef mig minnir rétt, hafir þú ekki haldið vatni yfir Samfylkingunni fyrir og eftir síðustu kosningar.
Hvað varðar úrslit þessarar kosningar þá upplifði ég niðurstöðuna þannig að stór hluti kjósenda VG í Reykjavík treysti kvenframbójðendum sínum að meðaltali betur en karlframbjóðendum. Ég gat ekki lesið það út úr fréttum að þessi niðurstaða væri bindandi fyrir uppstillingu á lista fyrir komandi kosningar, heldur væri aðeins verið að greina frá niðurstöðum. Hvað um það þá efast ég reyndar um, að þó svo færi að VG stillti nákvæmlega upp eftir niðurstöðu prófkjörsins, en ekki eftir fléttukerfi flokksins, kæmi það til að raska mikið því ójafnvægi sem verið hefur á kynjaskiptingu þingmanna.
Pirringurinn út í VG, sem skein úr skrifum þínum á sér eflaust góðar og gildar skýringar, en minntu mig óneitanlega á gamlan frænda minn sem kvartaði alltaf sáran yfir því hveru vondir stólar væru orðnir nú til dags, harðir og óþægilegir. - Hann var með blæðandi gyllinæð.

Nafnlaus sagði...

Það sem Höður skilur ekki er að nú eru komnir brestir í yfirráðakerfi karla gegn konum þar sem þær hafa verið undirokaðar og kúgaðar. Samfélagið er mótað af körlum og fyrir karla. Af hverju ætti glæsilegur ráðherra sem er kona að víkja fyrir óreyndum karli bara af því að hann er karl? Við í VG ákváðum að vera ekki með kynjakvóta í Reykjavík af því að við vorum að berjast fyrir sterkum kvennalista. Við felum okkur ekki á bak við það að við erum femínistaflokkur og ef karlar sætta sig ekki við það í Reykjavík þá geta þeir bara kosið annan flokk. Við fáum ekki raunverulegt réttlæti á Íslandi fyrr en á Alþingi hafa verið konur í meirihluta til að leiðrétta kúgunarkerfið sem þið karlarnir hafið búið til.
Við þurfum engan kynjakvóta á okkar lista í Reykjavík.

Unknown sagði...

Já þetta er allt æðisleg skemmtilegt Pétur og þið hinar ég er örugglega súr og gamall skröggur sem hatar bara konur er það ekki?

Samt er þeirri spurningu ósvarað hvernig þessi flokkur ætlar að fara að því að bjóða okkur svona framboðslista en jafnframt halda því fram að hann sé í samræmi við eigin reglur.

Eru reglur bara þegar þær henta sumunm?

Nafnlaus sagði...

Góðan dag. Mér finnst merkilegt að jafn tölfróður maður um kvennafræði og Kristinn skuli ekki kunna að skrifa nafnið sitt. Kannski vill hann með þessu afkynja nafn sitt?
Ég er hins vegar alnafni hans og skráði mig í VG til þess að hafa áhrif á listann. Samviskusamlega kaus ég til skiptis karla og konur og varð því hissa á að uppgötva að ég er kominn í flokk últrafemínista. Hvernig má það vera að samþykktir flokksins skuli vera túklkaðar svona? Nú er einn líklegur nýliði í flokki mögulegra þingmanna okkar í Reykjavík. Og það er að sjálfsögðu últra femínisti. Ég held að þessi listi sýni glögglega kynjakvóti á bara við hjá VG ef hann er á einn veg.
Mér finnst líka erfið tilhugsun um að berjast fyrir að Álfheiður eða Kolbrún falli ekki af þingi. Það væri ég til í að gera fyrir einhvern annan en þingmenn sem hafnað var í prófkjöri.
Kv., KS

Nafnlaus sagði...

Hörður, hvert er óréttlætið sem þér er tíðrætt um? Á hvaða hátt er VG að fara á skjön við sínar eigin reglur?

Eru þeir að fara á skjön við eigin reglur með því að hafa fleiri konur en karla í efstu sætum (í tveim prófkjörum af sex)?

Mig langar að halda áfram að minnast á Kvennalistann. Kvennalistinn bauð einungis fram konur. Með því voru þær ekki að plotta um world domination kvenna heldur að leggja sitt að mörkum að hækka hlutfall kvenna á Alþingi. Var það réttlætanleg aðgerð?

Ef þú telur raunverulega að Vinstrihreyfingin-Grænt framboð vinni gegn jafnrétti kynjanna, á þeim forsendum að konur séu fjölmennari á lista til Alþingis (í tveimur kjördæmum af sex) þá hlýtur þú að telja að Kvennalistinn hafi gert það líka.

Er þetta rétt skilið hjá mér? Ef svo er ekki, hver er munurinn á þessu tveimur?

Eins og eru 36,5% alþingismanna konur og 64,5% karlar. Líklega mun þetta hlutfall færast nær 50/50 eftir kosningar. Hlutfallið mun allaveganna verða jafnara, en það er núna. Semsagt, við munum fá löggjafarþing með jafnari kynjaskiptingu en áður hefur þekkst hér á landi.

Þessa jöfnu kynskiptingu má meðal annars rekja til þess að nota ekki kynjakvóta í Reykjavíkurprófkjöri VG.

Menn geta deilt endalaust um það hvort að það sé ákjósanlegt markmið að hafa jafna kynjaskiptingu á Alþingi. Sumir vilja að kellingar séu þægar og haldi kjafti. Fair enough, menn geta haft ólíkar skoðanir á því. En þar sem það er yfirlýst markmið VG að jafna hlut kynjanna á Alþingi sem og annarstaðar og sá gjörningur að nota ekki kynjakvóta stuðlar að þessu markmiði þá er það í besta falli heimska að dissa það á þeim forsendum að þeir séu að brjóta eigin reglur.

P.S. Miðaldra menn eru ekki verri en annað folk. Aldur kemur umræðunni ekkert við, en séu viðhorf þín byggð á fáfræði þá gæti aldur þinn útskýrt viðhorf þín. Tímarnir breytast en kynslóðirnar - ekki svo mikið.

Margrét Hugrún: Satt best að segja þá er ég nú ansi lítið fróður um kvennafræði. Nafnið var síðan ansi klaufaleg innsláttarvilla. P.S. Þú gleymdir að breyta linknum á heimasíðuna.

Unknown sagði...

Kristinn:
Þetta stendur á heimasíðu VG um úrslit í Suðurkjördæmi:

"Vegna kynjaskiptingar færðust Bergur og Þórbergur upp um eitt sæti hvor..."

Hversvegna þurfti að færa þá upp? Til að réttlæta skakkt kynjahlutfall í Reykjavík? Eða er það vegna þess að VG í suðurkjördæmi vill fara eftir reglum sem flokkurinn setur sér sjálfur?

Nafnlaus sagði...

Kynjakvótum var beitt í Suður-kjördæmi af sömu ástæðu og kynjakvótum var ekki beitt í Reykjavík. Reglur pröfkjörsins í Suður kjördæmi kvað á um það, reglur Reykjavíkurkjördæmanna kváðu ekki á um það.

Hvaða reglur eru þetta síðan sem flokkurinn hefur sett sjálfur og þú ert alltaf að tala um?

Getur verið að þú sért að bulla?

Unknown sagði...

"Hvaða reglur eru þetta síðan sem flokkurinn hefur sett sjálfur og þú ert alltaf að tala um?"

Lastu ekki bloggið sem þú ert að svara "Kristinn"? Ég er að vísa í lög flokksins sem hljóta að vera þær reglur sem hann ætlar að fara eftir.

Nafnlaus sagði...

http://www.vg.is/um-flokkinn/log/

Þarna er að finna lög flokksins. Hvaða grein er það sem þú ert að vísa í?