þriðjudagur, 24. mars 2009
Ef ég hefði ekki sett fé í séreignasjóðinn
Ég hef lagt fé í séreignalífeyrissjóð sem var í vörslu Spron í átján mánuði á seinustu tveimur árum. Þegar Spron fór á hausinn og sjóðurinn var frystur nú um helgina stóð sjóðurinn í 245.355 krónum.
Ef ég hefði ekki lagt fé í þennan séreignalífeyrissjóð hefði ég ekki notið framlags frá atvinnurekanda sem nemur um þriðjungi af upphæðinni sem ég lagði inn. Ef ég hefði einungis ávaxtað framlagið mitt, en ekki vinnuveitandans, á verðtryggðri bók með lágum vöxtum ætti ég um 330.000 krónur.
Sem sagt ef ég hefði ávaxtað þriðjungi lægri upphæð ætti ég samt um þriðjungi meira í sparnaði. Það fé væri aðgengilegt og að fullu tryggt af Íslenska ríkinu.
Og svo vakna spurningarnar um almenna lífeyrissjóði. Ef staðan er svona í séreignasjóðunum, hver er raunveruleg staða almennra lífeyrissjóða?
Áfram lækkar greiðsluviljavísitala heimilisins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Það á að taka lífeyrissjóðskerfið algerlega í gegn! Það vita allir að þeir fáu sem nenna á fundi hjá aðildarfélögum sínum geta auðveldlega náð sér í sæti í stjórn! Síðan eru trúnaðarmenn annað ... þeir eru yfirleitt þaulsetnir og standa yfirleitt með formanni sínum, skiptir í raun engu hvað hann stendur fyrir! Auðvitað eiga félagsmenn sína sök en samt ekki því þeir þekkja ekki rétt sinn vita ekki að þeir geta boðið sig fram enda er búið að flækja allt svo mikið að það hefur gleymst að trúnaðarmenn eiga að kynna þessi mál fyrir félagsmönnum sínum! Af hverju má fólk ekki velja hvaða leið það fer þegar kemur að lífeyri? Nýtt réttlát kerfi ... þetta hlýtur að vera eitt af kosningamálunum hvort einhver flokkur ætli að beita sér fyrir óspilltara kerfi! Við erum mörg sem höldum að lífeyrissjóðirnir eigi ríkisstjórnina!
Mitt stéttarfélag setti í kjarasamning að ég verði að vera í einum tilteknum lífeyrissjóði.
Spurning hvort það standist að stéttarfélag geti ákvarðað hvar ég ávaxta peningana mína.
Afhverju varstu ekki með séreignasjóðinn þinn á verðtryggðum reikningi?
Það hefur alltaf verið í boði. (líka hjá SPRON) Þú hefur væntanlega verið að takía áhættu (í íslenskum hlutabréfum) og vonast eftir betri ávöxtun fyrir vikið.
Þú getur sjálfur valið þér fjárfestingarleið í séreignasparnaði og þ.a.l. ekki við neinn að sakast nema sjálfan þig að hafa ekki gripið til ráðstafana þegar innlendir og erlendir markaðir voru búnir að vera í niðursveiflu í meira en ár.
Algjörlega rétt hjá þér Nafnlaus ábyrgðin er algjörlega mín og ég er ekki að ásaka neinn, bara að skýra frá þessu dæmi.
Fyrir tveimur árum kom til mín sölumaður og ég hakaði við einhverja leið sem hann mælti með. Þá var ekki búin að vera nein niðursveifla og þetta hljómaði allt voða vel fyrir framtíðina sko eða þannig - áhyggjulaust ævikvöld.
Reyndar hafa aðrir fjölskyldumeðlimir valið aðrar leiðir sem áttu að vera með minni áhættu, þeirra sjóðir hafa líka súnkað saman og ekki síður.
En þetta er ekki þér að kenna Nafnlaus ég veit það. Allt á mína.
Hvað sagði maðurinn? Helvítis fokking fokk!
Mikið rétt Hörður, þetta er á þína ábyrgð, sem er lítil huggun harmi gegn, en þess utan er sölumönnunum kennt að stýra fólki inn á ákveðna línu - ákveðna ávöxtunarleið - sem gerir þig að fórnarlambi. Og það er ekki par fínt, ja eiginlega mjög óþægilegt. Fyrir 6-8 árum skrifaði ég einnig undir svona samning og þakka Guði fyrir það núna að hafa verið alveg harður og heilagur í því að velja verðtryggðan reikning með smávægilegum vöxtum. Kveðja, Sveinbjörn Þ.
Þakka þér félagi Sveinbjörn en þetta er í sjálfu sér enginn harmur.
Ég mátti svosem alve við þessu tapi sem er smávægilegt miðað við hvernig húsnæðislánin þróast.
Það er hefbundið í íslenskum krónm en hækkar umm fimmhundruð þúsund á mánuði þegar verbótaþætti hefur verið skipt niður á afborganir sem eftir eru og vextir framreiknaðir á þær greiðslur. Það er náttúrulega skandallinn sem alla drepur.
Skrifa ummæli