sunnudagur, 21. desember 2008
Skötuveisla á Sjávarbarnum
Ég fékk eftirfarandi fyrirskipun í meili frá góðkunnum veitingamnanni á Grandanum.
"Hræsnaðu og segðu frá frábæri skötuveislu á Sjávarbarnum, þessu ljúfmeti..."
Það er hér með gert.
Til að upplýsa þá sem ekki eru innvígðir og innmúraðir í lókalhúmor mín og kokksins skal þess getið að ég hef aldei borðað skötu og mun aldrei gera það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þú veist þá ekki hverju þú ert að missa af fyrst þú hefur aldrei einu sinni smakkað! Það má alls ekki dæma bragðið út frá lyktinni nefnilega.
Skata er eðalmatur - og því kæstari því betri!
Kveðja í skötulíki...
Rétt hjá þér Lára Hanna. Því enginn veit hvað átt hefur... fyrr en étið hefur.
Hvað skötuna varðar hef ég hvorki átt hana eða misst.
Mér finnst Maggi flottari en skatan.
-g
Maggi! flottur að vanda ...
kv, GHs
... Lára Hanna! ef það er eitthvað sem er verra en lyktin, þá er það bragðið.
NB! Ég tala af reynslu.
kv, GHs
Skrifa ummæli