þriðjudagur, 23. desember 2008

Að aðfanga jólakaffibaunirÉg fór niður í miðbæ áðan að ná mér í kaffi. Lagði fyrir framan Antikbúðina hans Jónasar. Við ólumst upp í Hlíðunum við Jónas, hann er giska tveimur árum eldri en ég. Antikbúðin hans er ævintýri.


Gekk framhjá Siggu og Timo, þar keyptum við hringana fyrir sex árum og þar ætla ég að kaupa útskriftargjöf fyrir prinsessuna eftir sirka tuttugu ár.

Í jólaþorpinu var reytingur af fólki þrátt fyrir nokkuð rok. Jólaþorpið hefur það sem öðrum hefur ekki tekist að framkalla þó margir hafi reynt. Stemming.

Á Súfistanum sat Hildigunnur og maður hennar Helgi. Búin að jóla og voru að hafa það næs. Hildigunnur er systir Geirs, dóttir Bjarna sonar Geirs sem var bróðir pabba. Þeir þekktust ekki bræðurnir og ég hefði aldrei kynnst þeim systkinum ef ég hefði ekki flutt í bæinn.

Ég keypti 500 grömm af ómöluðum espresso baunum. Mér finnst þær vera toppurinn en Riddari Zivertsen er líka fínn ef Súfistinnn er uppiskroppa með espresso. Þau brenna lítið í einu svo alltaf séu þær ferskar.

Hafnarfjörður hefur það sem Hlíðarnar langar að hafa en ná ekki. Það er eitthvað hræðilega kósí við það að fara niður í litla miðbæinn, á litla kaffihúsið og kaupa sér kaffi fyrir jólin. Stemming.


1 ummæli:

Unknown sagði...

Þú ert hr. Kósí. hafðu það gott um jólinn.

kv.

Palli