mánudagur, 1. desember 2008

Hvert fór Hitaveita Suðurnesja?


Nú er búið að skipta Hitaveitu Suðurnesja upp.


Hverjir eru það nú aftur sem eiga Hitaveitu Suðurnesja með Reykjavík og Reykjanesbæ Árna Sigfússonar?

Var það ekki Hannes Smárason og einhverjir aðrir sem eru tæknilega gjaldþrota vegna þess að þeir eru fastir með allt sitt inni í gamla Glitni.

Hvað táknar það þegar Árni Sigfússon segir að hreinlegast hafi verið gagnvart öllum sem að hitaveitunni koma að skipta henni upp? Hverjum er hann að hjálpa? Og hvernig? Hvað á almenningur nú í þessum félögum sem stofnað var til með almannahagsmuni að leiðarljósi?

Geta einhverjir duglegir fréttamenn eða Gunnar Axel garfað í þessu fyrir okkur?


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er margt að koma fram, allir er naktir eftir crashið... Fyrst var að sjávarútvegurinn, síðan bankarnir og síðan er maður ansi hræddur um að sé búið að einkavæða sölu á orkuþekkingu úr landi!

Nafnlaus sagði...

...Hafnarfjarðarbær og Orkuveita Reykjavíkur, sem eiga um 30% í Hitaveitunni, lögðust gegn skiptingunni... stendur hjá RÚV.is.

Af hverju? Það er skítalykt af þessu

Nafnlaus sagði...

Er ekki verið að hjálpa Geysi Green, sem nánast er gjaldþrota.En hver á orðið Geysi Green? Ríkið?Hvers vegna mátti ekki bíða og taka tillit til óska hinna hluthafana? Já það lyktar og lyktar langt af þessu máli, en menn eru vanir skítalykt þegar þessir aðilar eru annars vegar.

Nafnlaus sagði...

Er ekki verið að hjálpa Geysi Green, sem nánast er gjaldþrota.En hver á orðið Geysi Green? Ríkið?Hvers vegna mátti ekki bíða og taka tillit til óska hinna hluthafana? Já það lyktar og lyktar langt af þessu máli, en menn eru vanir skítalykt þegar þessir aðilar eru annars vegar.