þriðjudagur, 2. desember 2008

Niðurskurður íþróttastyrkja


Nú eru sveitarfélög í óða önn að leggja drög að fjárhagsáætlunum sem gera ráð fyrir um það bil 10% niðurskurði.


Ég var boðaður á fund í dag í minni sveit þar sem kynnt voru drög að áætlun til fjárhags félags- og íþróttamála. Vinnan við þessar áætlanir er á svo viðkvæmu stigi að fulltrúum í nefndum og ráðum bæjarins voru ekki afhent nein gögn. Tölur voru eingöngu til skoðunar á sýningartjaldi.

Í mínum huga er þó ljóst að nú þarf að koma til verulegs niðurskurðar á framlögum til íþróttahreyfingarinnar.

Það liggur fyrir að styrkir vegna félagslegra aðstæðna eiga eftir að hækka verulega á næsta ári. Enginn treystir sér til að spá um hve mikið, en ljóst er að hækkanir verða verulegar.

Við þær aðstæður tekur engu tali að framlög til íþróttamála séu tvöföld framlög til félagsþjónustu þar með talið barnaverndar og framfærslustyrkja til illa staddra.

Það má líka velta því fyrir sér nú þegar hugmyndir eru á lofti um að hækka útsvar, hvernig hægt sé að réttlæta að framlög til íþrótta séu 15% af rekstri sveitarfélags.


12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

15 % af rekstri sveitarfélags fer í styrk til íþróttafélaga og það núna þagar viðblasir stóraukin þörf á félagslegri aðstoð. Getur það verið að höfuðástæðan sé sú að í kosningum til sveitastjórna séu íþróttafélögin ráðandi afl ? Kannski ekki spilling en á línunni ?

Unknown sagði...

E.t.v.

Nafnlaus sagði...

Já, en gleymum ekki forvarnarstarfi íþróttanna.

Talað er um að álag muni stóraukast á geðdeildir og heilsugæslustöðvar vegna neikvæðra áhrifa atvinnuleysis á sálartetrið og heilsuna almennt.

Það getur því verið ráð að skera ekki íþróttafélögin alveg frá bæjarsjóðunum.

Ég vil ganga lengra. Ég vil að atvinnulausir einkaþjálfarar verði ráðnir af hinu opinbera til að drífa heilsuleysingja, öryrkja og atvinnulausa í eróbik, hlaup, stöðvaþjálfun, boltaíþróttir o.s.frv.

Miklu skárra en að dæla í þá rándýrum lyfjum.

Unknown sagði...

Það er sitthvað Theódór að kaupa líkamsrækt fyrir illa stadda einstaklinga og það að setja miljarða í sprikl fyrir fullfríska karlmenn í meistarflokkum sem ættu að vera færir um að borga sitt áhugamál sjálfir.

Nafnlaus sagði...

Held að ekkert sé betra en að hlaupa úr sér þunglyndið í fallegum búningi með númer á bakinu og bankaauglýsingu á maganum. Nema ef vera kynni að hlaupa á eftir bolta og undan kreppunni í Landsbankadeildinni. Því er alveg gríðarlega mikilvægt að stórauka stuðning við íþróttafélög.

Nafnlaus sagði...

Það má alveg skera niður styrki til meistaraflokka, en síður til barna- og unglingastarfs.

Ari minn, þú mátt alveg nota ómerkta bolinn sem þú keyptir í Hagkaup í hlaupið.

Nafnlaus sagði...

Sammála Herði
Í öllum þeim augljósu en torreiknanlegu félagslegu útgjöldum þá er hætt við að sportið verði fyrir niðurskurði. Miðað við margt annað er maður sammála þeirri forgangsröðun.

Sigurður Ásbjörnsson

Nafnlaus sagði...

Nú veit ég ekki í hvaða sveitafélagi Hörður býr og ef 15% af rekstri sveitafélagsins færi til íþróttafélaga þess ( eins og nafnlaus hér að ofan virðist halda) þá væri það að sjálfsögðu hneyksli.

Hinsvegar segir Hörður til íþróttamála, ekki félaga. Ég var á sínum tíma í æskulýðsnefnd í mínu sveitafélagi og minnir að hlutfallið hafi verið svipað þar.

Þar voru hinsvegar beinir styrkir til íþróttafélagana nánast engir, örlitlar krónur greiddar sem allar voru eyrnamerktar barna og unglingastarfi.

Hinsvegar er inn í þessum tölum m.a. rekstur sundlauga, skíðasvæða, íþróttahúsa og fótboltavalla (sem eru gjarnan gjaldfærð á háar upphæðir sem styrkir á íþróttafélög fyrir hvern tíma sem þau nota þar og því hægt að lesa út úr bókhaldi sveitafélagsins að það styrki íþróttafélög um tugi milljóna án þess að láta þeim í té krónu, aðeins aðstöðu)

Nafnlaus sagði...

Íþróttamafían er þekkt fyrirbrigði í öllum sveitarfélögum. Aðilar sem telja sjálfssagt með ýmsum rökum að greitt sé fyrir áhugamál þeirra. Rökin eru lýðheilsuleg og fasistaleg. Félagsleg þjónusta, s.s. framfærsla gengur fyrir svona lúxus að allir geti verið í íþróttum.

Að það sé bara betra og komi í stað lyfja fyrir þunglynda og öryrkja að fara út að hlaupa er það vitlausasta sem ég hef heyrt. Hafa læknavísindin bara algjörlega horft framhjá þessu, þvílíkt hneykli! Gott ef það er ekki bara samsæri lyfjafyrirtækjana.

Þetta er góður pistill hjá þér Hörður. Það er kominn tími til að menn átti sig á því að það þarf að forgangsraða. Heilbrigðisþjónustan og bein félagsþjónusta fremst.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus fer með staðlausa stafi. Læknar annars staðar á Norðurlöndum ávísa oft svokallaða hreyfiseðla í stað lyfseðla vegna þunglyndis.

Ég er ekki að halda því fram að þetta eigi við alla, aðeins að spyrja hvort það geti ekki verið að of oft sé gripið til lyfjanna, en aðrar lausnir ekki kannaðar.

Nafnlaus sagði...

Ég hef stundað íþróttir í áratugi- en ekkert af þeim íþróttum hafa kostað mitt bæjarfélag-eina krónu-utan aðgengi að sundlaug þar sem ég borga fyrir aðgang (sennilega niðurgreitt) Það eru boltaíþróttirnar sem eru dýrara á fóðrunum...

Unknown sagði...

Ertu að skokka?
Eða hvaða sport er án stuðnings?