miðvikudagur, 24. desember 2008

TilhlökkunÍ dag er það þannig ef maður er fjögurra ára og þar að auki prinsessa, þá sprettur maður upp eins og fjöður og hrópar það er aðfangadagur, það er kominn aðfangadagur. Þegar klukkan er sex að nóttu.


Á hennar heimili verður borðað snemma í dag – jesúbarnið fílar það örugglega vel eins og prinsessan.

Spurning hverjum klukkan glymur í kvöld klukkan sex og næsta víst að það þarf vekjaraklukku til að ná eyrum þeirra heimilismanna sem urðu að taka daginn afar snemma að þessu sinni.

Gleðilega hátíð.

Engin ummæli: