mánudagur, 8. desember 2008

Elskumst á pöllunum


Þetta var dagurinn sem sumum þótti tímabært að mótmæla með látum. Á dánardægri félaga Lennon. En ég skil fólk vel.


Lennon trúði á friðsamleg mótmæli og í meðfylgjandi myndbandi bendir hann einmitt á að enginn haf reynt þau til fulls. Gandhi prófaði og Martin Luther King líka, en þeir voru skotnir segir hann. Kaldhæðnislegt.

Orð eru til alls fyrst. Nú er búið að tala svolítið mikið. Það á greinilega ekki að hlusta á fólkið á fundunum. Þessvegna fækkar núna í desember meðan jólastemmingin gengur yfir. Svo kemur veruleikinn í fangið á okkur og uppsagnirnar fara að taka gildi. Þá hefjast mótmælin.

Þangað til ættum við að elskast á pöllunum.Svo kemur janúar 2009.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mótmælin á pöllunum voru friðsamleg. Martin Luther King var oft handtekinn.

Snæbjörn

blogg.visir.is/snaebjorn

Unknown sagði...

OK Snæbjörn.
Seinni fullyrðingin þín er örugglega rétt. Sannleikurinn í hinni veltur á skilgreiningunni á hugtakinu friðsamlegt.

Takk fyrir kommentið.
Gott blogg hjá þér.

Nafnlaus sagði...

Eftir áramótin fer raunveruleikinn að seytla inn í vitund fólks og þess vegna má ekki gefast upp núna.

Nýtt Ísland!