þriðjudagur, 16. desember 2008

Góð tilfinning


Það er góð tilfinning, þetta andartak, þegar hægt er að nota sinn formlega lýðræðislega rétt.

Það var svona andartak í morgun.3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér.
Man ótrúlega vel eftir kennaravekfalli í gróðærinu þar sem grunnlaun mín hefðu skriðið yfir 200.000 krónur ef kröfum okkar hefði verið mætt.
Það mátti ekki. Þjóðin hefði farið á hausinn ef svo hefði orðið.
Kröfunum var ekki mætt en þjóðin fór á hausinn.

Kveðja
Ásta Björnsdóttir

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel í baráttunni.

Héðinn Björnsson

Nafnlaus sagði...

Það er algjörlega út í hött ef leikskólakennarar ætla að samþykkja þennan samning, þó ekki væri nema af þeirri einföldu ástæðu að grunnskólakennarar gerðu samning um allt önnur kjör og eru enn að fá hækkanir í samræmi við þann samning.

Ef það á að gæta einhverra lágmarks sanngirnis í þessum samningum sveitarfélaganna og leikskólakennara, þá verður að sjálfsögðu að horfa til þessara tveggja samninga. það gengur ekki að leikskólakennarar semji nú um töluvert lægri laun en grunnskólakennarar. Ef það gerist þá eru leikskólakennarar í raun að greiða hluta af launum grunnskólakennara með góðmennsku sinni og það er afleit staða.

Í raun ættu stjórnvöld að skoða stöðu sína gagnvart grunnskólakennurum með það í huga að segja samningum þeirra jafnvel upp einhliða með lögum, enda ljóst að sveitarfélögin munu ekki bera þessar hækkanir allar. fyrir slíku inngripi eru fordæmi í íslensku réttarfari og á það hefur reynt fyrir dómstólum.