mánudagur, 22. desember 2008

Skýr skilaboð


Leikskólakennarar greiddu atkvæði um kjarasamning undanfarna daga. Í orði var um samskonar samning að ræða og Launanefnd sveitarfélaga gerði við fjölmörg önnur stéttarfélög. Skammtímasamningur og tuttugu þúsunda krónutöluhækkun.


Á borði er niðurstaða samningsins sú að fjölmargir leikskólakennarar verða með lægri laun eða fá í besta falli enga hækkun. Skýringin er að yfirvinna sem greidd hefur verið fyrir að kennarar matist með börnunum í neysluhléi sínu er ekki inni í samningnum og nú hyggjast sveitarfélögin hætta að greiða fyrir þetta álag.

Hart var sótt að kennurunum að samþykkja samningin af hálfu samninganefndar og stjórnar. Leikskólakennarar urðu við óskum formanns síns sem nýtur almenns trausts og virðingar í stéttinni. Þeir samþykktu samninginn en mjótt var á munum.

Ekkert þeirra félaga sem gert hafa samning við launanefnd sveitarfélaga hefur samþykkt samninginn með svo litlum mun. Í niðurstöðunni liggja skýr skilaboð til samninganefndar og stjórnar. Félagsmenn eru ekki sáttir. Næstu samningar eru eftir níu mánuði. Gerið betur!
Ps. Hvers vegna krefjast verkalýðsforingar ekki verðtryggingar á laun? Þeir standa alveg saman um að verja verðtryggingu á lánum.5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í Ólafslögunum svokölluðu frá 1979, var kveðið á um verðtryggingu á lánum og launum. Verðtrygging launa var afnumin með bráðabirgðalögum 27. maí 1983, daginn eftir að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar (XB og XD) tók við völdum. Síðan hefur þetta misvægi viðgengist.

- g.

Unknown sagði...

Veistu g, hvort þessi bráðairgðalög voru staðfest af Alþingi þegar það kom saman næst á eftir?

Eru lög sem banna verðtryggingu á laun?

Nafnlaus sagði...

Ykkur til gagns og gamans.

Alþingi hefur 6 vikur til að staðfesta sett bráðabirgðalög, eftir að það kemur saman, annars falla þau úr gildi.

kv, GHs

Nafnlaus sagði...

já, þingið staðfesti bráðabirgðalögin. Ef ég man rétt, átti þessi ráðstöfun að gilda í tvö ár, en samkvæmt mínum útreikningum eru þau liðin. Raunar fyrir nokkru. Ég kann ekki söguna í framhaldinu, en þessu hefur verið kippt úr sambandi með varanlegri hætti en lögin frá 1983 gerðu ráð fyrir.
- g

Unknown sagði...

Menn áttuðu sig á því að ef laun eru verðtryggð þá eykst atvinnuleysi sem er alveg augljóst ef það er spáð í því. Og allir eru sammála að atvinnuleysi sé verst.
Mín tillaga er bara að hafa vaxtafrelsi, þú ræður hvort þú takir verðtryggt lán eða ekki.