laugardagur, 13. desember 2008
Mikil ánægja með ummæli Ingibjargar
Gríðarleg ánægja er á mínu heimili með ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun.
Nú er ég að leita að disknum sem gefinn var út í kosningabaráttu R-listans þar sem Ingibjörg tekur lagið.
Ég er sannfærður um að ef athafnir fylgja orðum mun skapast grundvöllur til sátta í samfélaginu á næstunni.
Og ekki verður slæmt ef ég get kosið flokkinn minn áfram.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Dásamlegt!
-g
Ingibjörg telur að til ESB aðildar verði að koma til svo hún geti haldið áfram í þessu stjórnarsamstarfi. Þetta er einfaldlega hennar mat og hún segir það beint út.
Eru menn ekki að kvarta yfir því að ráðamenn tali of mikið í gátum?
Af hverju að standa í þessu ef samstarfsflokkurinn heldur áfram að draga lappirnar og hafna nauðsynlegri þróun að hennar mati?
Ef ESB málin komast ekki á skrið innan ríkisstjórnarinnar er Ingibjörg tilbúin að láta skipta sér og sínum út fyrir Vinstri Græna og leyfa einangrunarsinnum að vinna saman í góðri trú. Verði þeim að góðu.
Samfylkingin lét aðalmál sitt víkja til að ná fram þessu stjórnarsamstarfi fyrir einu og hálfu ári gegn betri vitund. Það gerir hún ekki aftur og alls ekki í ljósi þess sem hefur gerst síðan.
Ef það þýðri stjórnarslit og kosningar, then so be it. Samfylkingin tekur ekki þátt í stjórnarsamstarfi þar sem ESB aðild er ekki á dagskrá sökum þess að hún trúir því að það sé besta og fljótasta leiðin til að koma þjóðinni á fæturnar aftur strax og leggja jarðveginn fyrir betri tíð og tíma.
Þetta er staðföst stefna alvöru stjórnmálaleiðtoga sem telur mikilvægara að standa á sannfæringu sinni þó það þýði að hún þurfi tímabundið að vera í stjórnarandstöðu.
Það er ekki eins og hún sé ein á þessrri skoðun heldur er þetta jafnframt sannfæring meirhluta almennings, meirihluta kjósenda allra flokka (fyrir utan V.G.), Samtaka atvinnulífsins og Iðnaðarins o.s.frv. Meirhluta þjóðarinnar. Það þarf að fá þetta á hreint og niðurstöðu í málið strax.
En það verður ekki aftur compromiser-að lengur með ESB aðild af hálfu Samfylkingarinnar og gott að það sé ÖLLUM ljóst strax. Ef menn eins og Sigurður Kári og náhirð Davíðs vilja kalla slíkt hótun að neita að taka þátt í frekari meðvirkni með Sjálfstæðisflokknum þá mega þeir kalla það því nafni.
Við hin köllum það bæði eðlilega og nauðsynlega þróun í átt til betra lífskjara og heilbrigðara umhverfi en hér er og hefur ríkt.
Einmitt nafnlaus, þetta er málið og það er gott að Ingibjörg sé líka orðin sama sinnis.
Að Sigurður kári og félagar æmti undan hótunum er bara fyndið. Hvernig var þetta aftur? Ef ég verð rekinn úr Seðlabankanumn... þá mátt þú ekki koma í ammmælið mitt...
Skrifa ummæli