sunnudagur, 14. desember 2008

Leikskólakennarar felli kjarasamning



Á morgun ætla ég að senda eins mörgum leikskólakennurum og ég get bréf í tilefni af því að daginn eftir fer af stað atkvæðagreiðsla um kjarasamning þeirra til tveggja ára.


Í bréfinu ætla ég að gera grein fyrir atkvæði mínu en það er aðallega þessi litla frétt sem verður til þess að ég leggst í þessar bréfaskriftir. Það er óþolandi þegar tveir aðilar semja, að þá séu kröfur annars aðilans algjörlega hundsaðar og hann þvingaður til að skrifa undir einhliða ákvörðun viðsemjanda síns.

Að auki hef ég ekki verið sannfærður um að mér beri að taka á mig þá kjaraskerðingu sem felst í samningnum. Ekkert sem stjórnvöld hafa gert bendir til þess að fara eigi að kröfum almennings en fólki er þvert á móti sagt að það sé ekki þjóðin.

Ég ætla því að nota lýðræðislegan rétt minn í þessari atkvæðagreiðslu og reyna þannig að halda reisn.

Ég vona að flestir leikskólakennarar geri slíkt hið sama.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu vinur, veriði fegin að halda vinnu og fá útborgað. Flestir eru að taka á sig launalækkun, því skyldu fóstrur ekki gera slíkt hið sama...?

Unknown sagði...

"Heyrðu vinur..."
"Fóstrur..."

Takk fyrir að kynda undir mínu fólki með þessu yfirlæti.

og ps. fólk með okkar menntun getur fengið vinnu víða um heim á sómasamlegu kaupi.

Nafnlaus sagði...

Já ég gæti alveg trúað því að fólk sem hefur lokið fóstruskólanáminu sé eftirsóttir starfskraftar... málið er bara það að laun eru að lækka hjá sveitarfélögunum og ríkinu, ekki hækka !! Alveg sama hvort um sé að ræða fóstrur, kennara eða þroskaþjálfa...

Unknown sagði...

Málið er bara að þú ert ekki að tala um eitthvert lögmál, alveg sama hversu mörg upphrópunarmerki þú setur á eftir fullyrðingunni.

Það er búið að koma illa fram við almenning að undanförnu. Það vil til að samnningar leikskólakennara eru nú lausir.

Á morgun geri ég grein fyrir mínu atkvæði og atkvæðagreiðslan hefst á þriðjudag. Þá gera þeir upp hug sinn leikskólakennararnir, hvort sem þeir sóttu menntun sína í Fósturskóla Íslands, KHÍ, eða Háskólann á Akureyri, þá vona ég að þeir myndi samstöðu um að halda reisn.