þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Með óbragð í munni
Ég hef verið með óbragð í munninum seinustu daga. Ákvað að kíkja til læknis.
Læknirinn sagði að þetta væri eðlilegt eftirbragð, súr keimur, minning um slæma máltíð.
“Það er búið að skipta um matseðil hjá ykkur” sagði hann “en þú hefur auðvitað varann á af því að ennþá er sami kokkurinn!”
Og það er einmitt rökrétt hjá honum. Það eru bara illa staddir alkahólistar sem halda að núna verði bara fínt að fá sér í glas þó seinustu þúsund skipti hafi það alltaf endað með ósköpum.
Líklega er það rétt sem læknirinn sagði. “Þú ættir ekki að borða á þessum resturant fyrr en þau hafa skipt um kokk líka, það er bara ávísun á ógleði að reyna einu sinni enn”
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Merkilegt :) Ég hef einmitt verið líka með sömu einkenni, en það sem verra er, að ég hef líka átt erfitt með að sitja, ekki ósvipað því sem ég gæti ímyndað mér, eftir að hafa verið tekin ósmurt.........
Skrifa ummæli