þriðjudagur, 24. febrúar 2009

Leikari vill afklæðast útiEr einhver orðinn leiður á pólitískri umræðu sem er alveg eins og pólitísk umræða sem verið hefur í gangi seinustu áratugi? Fjórflokkurinn kýtir innbyrðis. Hver stingur hvern og hver er verri en hver, er rosalega þreytt umræða. Ætluðum við ekki að breyta einhverju?

Ég var þess vegna mjög glaður að lesa um leikarann sem getur ekki á heilum sér tekið vegna þess að í sumar kemst hann ekki til að fækka fötum utandyra í Suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði.

Þessi fyrrverandi bæjarstjóri í Latabæ nennir ekki í önnur sveitarfélög til að afklæðast í útiklefum meðan sundlaugin verður lokuð vegna viðhalds.

Magnús Ólafsson stórleikari vill að laun bæjarstarfsmanna verði lækkuð svo hann megi fækka fötum utandyra í sumar eins og alltaf áður. Magnúsi er sjálfsagt ekki kunnugt um að nú þegar er búið að skera niður laun allra bæjarstarfsmanna og honum er sjálfsagt ekki kunnugt um að viðgerðir á sundlauginni verða að fara fram að sumri þegar veðurfar er skaplegt. Þrátt fyrir það er ég þakklátur Magnúsi fyrir þennan ýkta barlóm í Fréttablaðinu í dag.

Magnúsi er sérleg lagið að skemmta fólki og hann ætti endilega að taka þátt í prófkjöri flokksins sína aftur, við þurfum menn eins og Magnús sem láta engan bilbug á sér finna þrátt fyrir alheimskreppu og gleyma ekki lúxusmálum á borð við þörfina fyrir að afklæðast undir berum himni.

2 ummæli:

pjotr sagði...

Magnús á þing !!

Nafnlaus sagði...

Tek undir þetta - Magnús á þing, absólútt og líka í bæjarstjórn. Helst líka á stjórnlagaþingið sem ekki verður.

- g