föstudagur, 27. febrúar 2009

Ég tek þátt í prófkjörinu



Lúðvík Geirsson var að senda frá sér eftirfarandi póst:


“Við þær aðstæður sem nú eru ríkjandi í samfélaginu er brýnt að sameina krafta þjóðarinnar til endurreisnar í anda jafnaðar- og félagshyggju. Verkefnin sem blasa við verða bæði erfið og krefjandi og því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að það skapist fullt traust á milli þjóðar og þings.

Samfylkingin mun verða leiðandi afl í þeirri vinnu sem framundan er við að byggja upp og treysta að nýju undirstöður atvinnulífs, efnahagsmála og heimilanna í landinu og endurheimta orðspor landsins í samfélagi þjóðanna.

Fjölbreytt störf og forysta á sviði sveitarstjórnarmála í áratugi er bæði mikilvæg og dýrmæt reynsla sem ég tel að muni nýtast vel við þau störf sem nýtt Alþingi þarf að takast á við.

Ég er reiðbúinn að leggja mitt að mörkum í þeim efnum og hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leiða framboðslista Samfylkingarinnar.”

Kannski ég taki barasta þátt í prófkjörinu og greiði Lúðvíki og Amal Tamimi atkvæði mín. Ef vel gengur fá þau kannski formennsku í einhverri nefnd.


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrsta sætið gefur fjárlaganefnd - þriðja er ráðherrasæti.

- g

pjotr sagði...

...og ég sem hélt að þú værir orðin afhuga fölbleiku fylkingunni...

Nafnlaus sagði...

Fyrst er að setja Hafnarfjörð tæknilega á hausinn. Síðan að drífa sig í landsmálin
Neisti