miðvikudagur, 25. febrúar 2009

Þó ég vilji Davíð burt...Ég vil Davíð burt, ég þrái nokkra góða daga án Davíðs. Það er tilfinningamál fyrir mig, ég er kannski svona klikkaður bara en ég vil að stjórnmálamaðurinn sem var potturinn og pannan í að móta grundvöll fyrir því ástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar hætti að vera með puttana í því sem hugsanlega hefur áhrif á líf mitt.


Ég vil að hann fari hvort sem hann er sekur um eitthvað og hvort sem skoðanakannanir eru gerðar af Baugsmiðlum eða stofnunum kolkrabbans. Þetta er löngun mín og ég þarf ekki að færa nein rök fyrir henni. Lýðræðið er þannig að ég má hafa þessa löngun, tala um hana og básúna eins og ég vil.

En þó ég vilji þetta djúpt og innilega, vil ég ekki að subbulegum meðölum sé beitt og lýðræðið sé vanvirt við að koma Davíð frá.

Ég hef áhyggjur eins og Baldurmcqueen.com um Seðlabankafumvarpið. Sumsé um að hugmyndir sem uppi eru hjá meirihlutanum um að forsætisráðherra skipi fjóra af fimm nefndarmönnum í nýja peningastefnunefnd Seðlabankans, veiti forsætisráðherra mjög mikil völd.

Ég hef líka áhyggjur og get meir að segja tekið undir með Gísla Marteini: Um viðbrögð þeirra sem vildu fyrir skömmu auka vægi Alþingis við hiki Höskuldar. Öllum að óvörum vilja sumir nú að „alræði ráðherranna“ eigi að gilda og þingmenn eigi ekki að hafa aukið vægi, og þaðan af síður að fylgja sannfæringu sinni.

Svo finnst mér það ekki passa að ágætur ráðherra hafi þetta í flimtingum á fésbókinni sinni og beri saman þjóðfélag án þröskulda og Alþingi án Höskulda.


6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vissurðu ekki að það er bannað að hafa svona viðhorf, það er allaveganna mín reynsla af því að reyna að tala við fólk.
Þú átt annaðhvort að vera blindur af heift geggn Davíð og tilbúinn að fórna öllum grungildum samfélagsins til að koma homum frá eða svo blindaður af ást til foringjans að öll skynsemi og rökhyggja fær að fjúka út um gluggan.
Allt brýst þetta svo út í orðbragði og algeri vanvirðingu við náúngan og skoðunnum annara.

Er þetta nýja Ísland sem fólk talar um að byggja upp?
Ef svo er þá er ég farinn áður en árið er á enda.

Nafnlaus sagði...

Ég er nokkuð sammála svona hugsun. Rökrétt og góð.

Þetta er betri pac man til að hafa á síðunni þinni: http://www.ms-pac-man.net/ er það ekki?

Unknown sagði...

Ég er þessu algerlega ósammála. Davíð átti auðvitað sjálfur að sjá sóma sinn í að víkja úr Seðlabankanum. Það átti forstöðumaður fjármálaeftirlitsins líka að gera en gerði ekki. Stjórnir beggja stofnana áttu þar að auki að víkja án undanbragða. Það gerðist ekki því miður. Þetta snýst ekki um sekt eða sakleysi. Þetta snýst um siðferði hlutaðeigandi.
Hafi þeir ekki siðferðiskennd á því stigi sem til þarf þá á að víkja þeim burtu með því valdi sem tiltækt er.
90% þjóðarinnar vildu það eftir hrun lýðveldisins og mikill meirihluti vill það enn. þó íhaldið hafi haldið uppi vörnum fyrir hlaupastráka sína.
Fulltrúar Samfylkingar sögðu af sér í stjórn Seðlab. Jón Sig sagði líka af sér þó hann hefði mátt gera það fyrr en hann gerði. þetta fólk eru menn að meiri fyrir vikið.

Nafnlaus sagði...

Fyrir þjóðinni´er allt á huld
enginn kannast við neinn stuld
en allir hafa þá djúpu duld:
Davíð að gefa á öllu skuld

(due)

Nafnlaus sagði...

Fyrir þjóðinni' er allt á huld
enginn vill kannast við neinn stuld
en þjóðin öll með þá djúpu duld,
Davíð að gefa á öllu skuld.

(due)

pjotr sagði...

Rétt í þessu gekk Doddson út úr Seðlabakanum syngjandi lagið; "Til hamingju Ísland - að ég fæddist hér....."
Vonandi að hann labbi sér beint í yfirheirslu hjá "Sérstaka saksóknaranum" og "syngi" sinn "Útrásar Bónus Blús" og Ný-frjálshyggju einkavinavæðingar sérhagsmunagæsluslagara Sjálftökumanna"

Góðar stundir !