miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Af greindum skynjarakerfumÞetta er fræðasvið hans Kalla nágranna míns: Stafræn og ljósræn mynstursgreining, myndvinnsla, flokkun og rakning. Ljósræn tölvuhögun og algrým, hönnun stafrænna kerfa og greind skynjarakerfi.


Í dag fékk hópur undir stjórn Kalla, sem heitir reyndar Karl Sölvi Guðmundsson, nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Verkefnið þeirra, gönguhermir fyrir fötluð börn, er eitt af því sem gæti komið Íslandi á lappirnar á ný.

Til hamingju Kalli og co.

Engin ummæli: