miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Tvennt===========

Nýr lipurlega skrifandi bloggari kom til liðs við Eyjuna í dag. Honum til sóma má segja að hann dregur enga dul á að hann birtist á þessum vettvangi í tilefni af framboði sínu í prófkjöri Sjálfstæðismanna.

Þetta er Þórlindur Kjartansson. Þórlindur segir að hann ætli að skrifa um hvaðeina sem veki áhuga hans því honum finnst skemmtilegast að lesa blogg þar sem fjallað er á frjálslegan og hispurslausan hátt um sem fjölbreyttasta þætti samfélagsins. Þrátt fyrir það gengur Þórlindur í smiðju til Björns Bjarnasonar og Gísla Marteins og hefur ekki opið fyrir komment í bloggi sínu.

============

Er Björn Jörundur hættur í dópi? Hvað táknar hún nákvæmlega yfirlýsingin um að þessi frétt eigi ekki við í dag? Ekki alveg nógu afdráttarlaust fyrir minn smekk hjá þessum skarpa orðsnillingi.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lesist: möguleikar Ís. til atv.uppbyggingar eru heiminum í heild til góða. Þessa möguleika vilja VG samt sem áður rýra.
Skilið?

Hörður Svavarsson sagði...

Takk fyrir félagi Nafnlaus og mikið er ég þakklátur þér.
Það er líka makalaust hvað þú ert duglegur að kommenta í bloggið mitt ;-)

Þarna var ég semsagt sekur um ónákvæmni. Ég mislas fréttina greinilega og fannst lítið til þessara meintu viðhorfa Kristins koma.
Rétt væri af mér að biðja Kristinn H. Gunnarsson afsökunr, t.d. með orðunum ef ég hef sagt eitthvað rangt þá biðst ég afsökunar á því, eða bara þessi psistill á ekki lengur við. Ég ætti að gera það.

En semsagt þökk sé þér kæri Nafnlaus og ég hef lagfært bloggið og fyrirsögnina þá líka, svo nú eru þessar samræður okkar óskiljanlegar.

Haltu endilega áfram að kommenta hér þú hefur svo margvíslegar skoðanir!