laugardagur, 14. febrúar 2009

Í manninn en ekki málefnið



Það er merkilegt hve margir bloggarar þurfa nú að taka fram að tími Jóns Baldvins sé liðinn. Með því að beina spjótum sínum að persónu Jóns koma þeir sér hjá því að tala um málefnið, tala um þá gagnrýni sem Jón hafði fram að færa og svara þessu;


“Forysta Samfylkingarinnar yrði hins vegar að líta í eigin barm. Það yrði að skýra það hversvegna formaður flokksins eyddi mestum tíma sínum á hættuástandstímabili í ómerkilegasta flopp íslenskra utanríkismála; tilraun til að komast í öryggisráðið.

Hann nefndi annað dæmi. Formenn beggja stjórnarflokka, bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, hafi síðastliðið haust skipt með sér verkum og farið til New York og Kaupmannahafnar til þess að tala máli bankaútrásarinnar. Þar hefði verið talað gegn öllum staðreyndum.


Samfylkingin hefði átt að segja sig frá stjórnarsamstarfinu fyrir löngu. Þegar hún sagðist ekki bera ábyrgð á gerðum Davíðs Oddssonar, og það var ekki tekið mark á henni, þá hefði hún daginn eftir átt að segja sig frá stjórnarsamstarfinu.


"Við látum ekki bjóða okkur svona trakteringar í nafni íslenskrar alþýðu. Það er óboðlegt. Maður hótar ekki í pólitík nema maður standi við það," sagði Jón Baldvin og hlaut fyrir lófaklapp. Forysta Samfylkingarinnar hefði ekki staðið vaktina og rof hefði myndast milli hennar og grasrótarinnar.”

Gott væri að heyra svör við þessari gagnrýni frá fótgönguliðum flokksins sem heldur að hann sé lýðræðislegur, siðvandur og stunda samræðustjórnmál.


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er einkennilegt að heyra, Ingibjörgu Sólrúnu segja að Samfylkingin, hafi axlað ábyrgð með Því að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkin ca fjórum mánuðum eftir hrun ísl.fjármálakerfis.
Ingibjörg farðu heim ! Ingibjörg farðu heim til þín.

Ási

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála þessu. Þó ég þrái ekki að sjá Jón Baldvin sitja sem formaður get ég ómögulega hugsað mér að hafa Ingibjörgu Sólrúnu áfram sem formann.

Ég lít á framboð Jón Baldvins aðallega sem áskorun. Sem Jóhanna S ætti að taka.

pjotr sagði...

Ég hef sagt það áður og segi það enn; - samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn kallaði fram allt það versta í Samfylkingunni. ISG fór meðal annar að haga sér eins og "Transfender" úrgáfa af DOddsyni - og þar af leiðandi voru flest gildi flokksins komin út í hafsauga.
Við skulum ekki gleyma því að stór hluti kjósenda Samfylkingarinnar dreymdi um félagshyggjustjórn eftir síðustu kosningar og töldu forystu flokksins hafa svikið grundvallarprinsipp með því að flarðra uppí fangið á íhaldinu og kossaflensi og fagurgala.