þriðjudagur, 17. febrúar 2009

Flassbakkandi Steingrímur



Það er mjög skemmtilegt að lesa þetta:


“Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vill afnema verðtrygginguna. Þessu lýsti hann yfir á vel sóttum borgarfundi í Háskóalbíói í kvöld. Hann sagði að til þess að það væri gerlegt þá þyrfti að ná verðbólgunni niður.”

Þetta er eiginlega svona flassbakk. Við vorum einu sinni með forsætisráðherra sem sagði þetta alltaf. Ég er á móti verðtryggingunni, ég verða að segja það. Hann hét líka Steingrímur.

En þar fyrir utan er þetta misskilningur hjá Steingrímum. Til að ná verðtryggingu burt þarf að breyta lögum. Alveg eins og var gert þegar verðtrygging var tekin af launum.

Þegar verðtrygging var sett á voru laun verðtryggð líka. Svo afnam Alþingi verðtryggingu af launum. Það gekk fljótt í gegn. Hverjar ætli forsendurnar hafi verið fyrir því að afnema verðtryggingu af launum? Ná niður verðbólgu kannski?


Nú eru það athafnir en ekki orð sem gilda Steingrímar.


Engin ummæli: