fimmtudagur, 31. júlí 2008

Nýr stíll



Ég kann ekki við þá nýju blaðamennsku á Eyjunni að skrifa Íslenskar fyrirsagnir og linka svo á erlendar greinar.


Ég get svosem lesið þetta dót á ensku en finnst miðillinn taka skref niður á við, verða einhverskonar linkasafn, get þá alveg eins googlað eða blaðað í BBC og þessu dóti.

Ég gæti ekki kraflað mig í gegnum franskar, þýskar, ítalskar og spænskar greinar. Er ekki von á þeim í kjölfarið?

Ég skil vel að það sé erfitt að halda úti góðu vefriti með lítilli ritstjórn og litlum tekjum væntanlega en ég er ekki viss um að þetta bæti Eyjuna. Er þetta ný ritstjórnarstefna sem er komin til að vera? Er Hallgrímur enn að deita fiskinn?


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega sammála.

Vona að Eyjan hjarni aftur við þegar ritstjórinn snýr úr veiðinni.

Rómverji