þriðjudagur, 8. júlí 2008

Einfalt mál


Þeir voru í morgunútvarpinu að flækja umræðununa um upptöku evru og drepa henni á dreif. Þetta gerðu þeir undir þeim formerkjum að umræðan væri flækt, fólk illa upplýst, og einfaldar skýringar skorti á “venjulegri íslensku”.

Það er einföld grundvallarregla að taka ekki lán í gjaldmiðli sem þú hefur ekki tekjur í.

Þeir sem keyptu bíl á erlendu mynntkörfuláni hafa skilning á þessar einföldu varaúðarráðstöfun.

Ef almenningur á Íslandi á að komast undan þrælahaldi vísitölubindingar og ofurvaxta þarf hann að fá tekjur í öðrum gjaldmiðli. Þá verður fólki frjálst að taka lán í þeim sama gjaldmiðli án gífurlegrar gengisáhættu.

Evran er sameiginlegur gjaldmiðill fjölmargra sjálfstæðra ríkja. Það að draga dollar, Matadorpeninga eða norska krónu inn í umræðuna er að drepa henni á dreif og tefja nauðsynlega þróun. Hvaða hagsmuni liggja að baki slíkum málatilbúnaði?

Samanburður á Evru og dollar verður ekki betur orðaður en hjá Hallgrími.
Munurinn á að taka upp dollar eða Evru er eins og munurinn á að selja sig eða gifta.

Er þetta ekki þokkalega einfalt?


Engin ummæli: