miðvikudagur, 9. júlí 2008

Verði ljós


Það er þannig að ljósmæður eru kvennastétt sem þjónar konum eingöngu. Ljósmæður eru lægra launaðar en allar aðrar stéttir með sambærilega menntun.

Í stjórnarsáttmála segir:
“Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta”

Ef fjármálaráðherra kveikir á perunni sér hann kannski að nú er tækifæri til að koma til móts við þær væntingar sem gerðar eru til þessarar ríkisstjórnar og það sem samið var um í stjórnarsáttmála.
Ps. Þar fyrir utan er ég viss um að Jesú frá Nasaret er á bandamaður Ljósmæðra.

Engin ummæli: