mánudagur, 28. júlí 2008
Hús, bús og launalús
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Hanna Birna sé sammála borgarstjóra um að vera á móti tillögum að listaháskóla við Laugarveg. Þetta Borgarstjórnarsamstarf er myndað utan um verndun 19. Aldar götumyndar Laugavegar og flugvallar í hlaðvarpanum.
Verð að vera sammála þeim. Þetta er forljótt kubbismahús sem getur vel haft sitt stolt eða reisn eða hvað hann sagði gæinn í Kastljósi, það passar bara ekki í umhverfið sem það er teiknað í.
Meðfylgjandi áróðursmynd breytir ekki skoðunum mínum á því. Undarlegt hvað allir eru dökkir og drungalegir fyrir framan gömlu húsin sem varpa skuggum sýnum í aðra átt en listaskólabyggingin sem ljómar af.
======
Bloggaði um Þórsmerkurljóð versus Baggalút á föstudag, Guðmundur gerir það núna en notar frekar gróft orðalag. Guðmundur, ég vil þú biðjist afsökunar!!!
Annars er þessi drykkju, svall og sexmæring popplaga í besta falli þreytt og subbuleg – eins og útihátíðir. Feministakellingin Hjálmar má eiga það, að hann hefur nokkuð til síns máls.
=====
Og aftur að verndun 19. aldar götumyndar.
Kostuðu ekki húsakaup borgarstjóra á Laugavegi 9 og 11 einn miljarð? Eða var það bara fimmhundruð miljónir. Ef hann pínir 160 leiðbeinendur í vinnuskólanum nógu mikið niður I launum fær hann eitthvað upp í kostnaðinn við húsakaupin.
Leiðbeinendurnir segja að þeir séu snuðaðir um 30.000 hver og einn miðað við sambærilega leiðbeinendur í félagsmiðstöðvum. Það er með góðu móti hægt að spara 15 millur á að kjaraklípa þetta unga fólk í sumarvinnunni sinni.
Sem táknar að eftir 70 ár verður Óli F. kominn með fyrir húsunum á Laugavegi sem hann og Hanna splæstu í. Góður leikur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli