fimmtudagur, 3. júlí 2008

Segir þingmaðurinn ósatt - er fólk fífl ?Fyrir nokkrum árum þegar olíufélögin voru uppvís að ógeðslegu samráði sínu rataði tölvupóstur fyrir sjónir almennings sem fór afar mikið fyrir brjóstið á landsmönnum. Það var “Fólk er fífl” póstur Tómasar Möller. En Tómas var innvígður í samráðinu og eins og sagt hefur verið; Á einfaldri íslensku þýddu þessi orð Tómasar;


"það er hægt að plata þennan lýð upp úr skónum og engin mun átta sig á neinu."

Þetta er rifjað upp hér því þessi Tómas er bróðir Ástu Möller alþingismanns og formanns heilbrigðisnefndar og sat með henni í stjórn fyrirtækisins Liðsinnis og var prókúruhafi þar. En Ásta hefur legið undir ámæli ásamt Jórunni Frímannsdóttur borgarfulltrúa fyrir að tengjast (í gegnum Liðsinni) fyrirtæki sem bauð hæst í þjónustu við vímuefnaneytendur en var engu að síður valið til að annast verkefnið af Velferðarráði Reykjavíkur sem borgarfulltrúinn Jórunn stýrir.

Það er ekki algengt að stjórnmálamenn snúist til varna inni í kommentakerfum í bloggheimum en það hafa þær Jórunn og Ásta báðar gert eftir að hart var að þeim sótt. Á bloggi Jóns Steinars segir Ásta t.d.

“…Haustið 2005 þegar ég tók sæti á Alþingi á ný hætti ég og maður minn afskiptum af fyrirtækinu Liðsinni og seldum öðrum eigendum hlut okkar í félaginu… …Því er það rangt sem haldið er fram í færslunni að viðskiptatengsl hafi verið milli mín og fyrrum eigenda doktor.is annars vegar og milli mín og eigenda Inpró hins vegar…”

Í kjölfarið hafa einstaklingar ritað í kommentakerfin og efast um sannleiksgildi orða Ástu og fleiri. Þannig hefur Álfgrímur Jónsson kommentað hér í þetta blogg en ég skrifaði um stöðu Innri Endurskoðunar Reykjavíkur gagnvart yfirmanni sínum Jórunni Frímannsdóttur. Álfgrímur segir:

“Af hverju er Ásta Möller að segja ósatt um aðkomu sína að þessu máli? Af hverju er Ármann Kr. Ólafsson orðinn uppvís að ósannindum í þessu máli? Af hverju er Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen að segja ósatt í þessu máli? Af hverju er Anna Sigrún Baldursdóttir (eiginkona aðstoðarmanns viðskiptaráðherra) að segja ósatt í þessu máli?

Það er vegna peningalegra hagsmuna og þess að þau hafa óhreint mél í pokahorninu. Þetta ósannindafólk hefur þar með gert sig óhæft til að sinna opinberum störfum og að fjalla um þessi mál. Eða er öllum sama?”

Nú má halda því fram að sá sem heldur úti bloggi beri einhverja ábyrgð á kommentum sem inn á það eru rituð. Ég get að nokkru tekið undir það og stundum hef ég hent kommentum sem mér finnast innihalda ósæmilegar árásir á nafngreint fólk.

Athugasemdir Álfgríms standa, því ég hef ástæðu til að ætla að hann hafi eitthvað til síns máls.


16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki nóg að vera með hálfkveðnar vísur og búa til einhvern óljósan málstað? Ég gæti hugsanlega skilið málið ef eftirfarandi spurningum er svarað af einhverju viti:
Er persóna Ástu Möller verri fyrir það eitt að eiga Thomas Möller sem bróður?
Um hvað sagði Ása Möller ósatt?

Unknown sagði...

Nei Sigurður Ásta getur að sjálfsögðu ekki orðið verri fyrir að eiga Tómas fyrir bróður.

Veit ekki hvaða óljósa málstað þú ert að tala um.

Ásakanir á hendur þessum hópi hafa verið mjög augljósar.

Nafnlaus sagði...

Veit ekki hvort það er sérstakur óhróður hjá Álfgeiri að segja að Ármann hafi sagt ósatt því það má sjá á blogginu hjá Jóni Steinari. Gott væri að fá upplýsingar um hvað hin sögðu ósatt. Ég held að ef þú getir ekki sýnt það þá eigir þú að hætta og loka síðunni.

Nafnlaus sagði...

Ja, ég er 75% öryrki og mér finnst að það ætti að gelda þessa menn!

Hörður Svavarsson sagði...

Já Gunnar ég er sammála þér.

Það er vitnað í ummæli Ástu í þessu bloggi og það væri mjög ánægjulegt ef einhver getur staðfest að þau séu sönn því ég hef ástæðu til að ætla að svo sé ekki.

Nafnlaus sagði...

Annað hvort er þetta satt eða ósatt:
Ásta Möller seldi Liðsinni 2005 þegar hún settist á þing og hætti afskiptum af fyrirtækinu.
Ef þetta má sannreyna þá eru Ásta og Anna að segja satt og Álfgrímur að segja ósatt.
Ef Álfgrímur getur, með opinberum gögnum, sýnt að hann er að segja satt hvað þýðir það fyrir Ástu og Önnu?

Nafnlaus sagði...

Þessi færsla er nú með eindæmum.

Í fyrsta lagi kemur sú staðreynd að Tómas sé bróðir Ástu þessu máli ekki við. Eigum við ekki öll vini eða ættingja sem hafa misstigið sig? Það er hægt að samsvara ættingjum, systkinum eða vinum með þeim hætti sem þú gerir hér.

Í öðru lagi fæ ég ekki séð um hvað Ásta ætti að hafa logið um. Ásta stofnaði liðsinni ásamt öðrum þegar hún datt út af þingi árið 2003. Hún hefur sérfræðiþekkingu á sviði heilbrigðismála enda menntaður hjúkrúnarfræðingur, og því eðlilegt að hún hafi ákveðið að starfa að því á sviði þegar hún fór af þingi. Þegar hún settist aftur inn á þing seldi hún hlut sinn í fyrirtækinu og þar með lauk afskiptum hennar af því.

Ásta hefur sjálf svarað skilmerkilega fyrir þessi tengsl á umræddu bloggi.

Eftir standa innihaldslausar dylgjur af þinni hálfu um að hún sé að ljúga.

Því spyr ég hvaða ástæður hefur þú fyrir því að telja að Ásta sé að ljúga þess?

Unknown sagði...

Guðmundur: Tómas "...sat með henni í stjórn fyrirtækisins Liðsinnis og var prókúruhafi þar..."

Nafnlaus sagði...

Það er mjög mikilvægt að allar ásakanir á nafnkennt fólk séu vel rökstuddar. Að öðrum kosti er um að ræða róg. Svo einfalt er það.
Sá sem heldur úti bloggsíðu og fer með staðlausa stafi getur varla verið mikils virði.
Hér er einfaldleg verið að rægja Ástu Möller með því að tengja hana óheppileg ummæli bróður hennar vum allt annað mál. Í öðru lagi er verið að reyna að búa til samsæriskenningar sem engin rök eru fyrir.
Þó svo að menn hafi ákveðnar stjórnmálaskoðanir þá hljóta að vera takmörk fyrir því hvað hægt er að segja um andstæðinginn. Bloggarinn hlýtur að vera nægilega skýr til að vita hvar þessi mörk liggja.

Nafnlaus sagði...

Held að öllum sé best ef Álfgeir eða Hörður sanni mál sitt eða Ásta og Anna. Á meðan stendur orð á móti orði. Ásta og Anna eru báðar búnar að segja að Ásta hafi hætt afskiptum af þessu þegar hún settist á þing. Var það ekki haustið 2005? Ef menn eru að hætta í rekstri eða hætta að bera ábirgð á einhverju t.d. í banka eða svoleiðis þá þarf auðvitað að láta einhvern vita. Veit einhver um hvar þetta er gert og hvort megi ekki spurja þann aðila?

Unknown sagði...

Vegna fjölda áskorna sem mér hafa verið sendar hér í þetta blogg og í tölvupósti mun ég leggja fram lista af skjölum sem mér hafa borist og afrit af þessum skölum hér á blogginu.

Það er tímaferk og ólaunuð vinna að skanna þessa pappíra en ég vona að mér gefist tími til þess um helgina. Ég bið hlutaðeigandi að sýna mér þolinmæði þangað til.

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Er skanninn bilaður eða var þetta kannski allt plat? Þá átt þú að biðja Önnu og Ástu afsökunar Hörður.

Unknown sagði...

Hvað á ég að biðja Ástu að afsaka, Gestrún?

Nafnlaus sagði...

Jæja Hördur...
Er einhver þöggun í gangi?
"Vegna fjölda áskorna sem mér hafa verið sendar hér í þetta blogg og í tölvupósti mun ég leggja fram lista af skjölum sem mér hafa borist og afrit af þessum skölum hér á blogginu."
Hvernig á að skilja svona?

Hörður Svavarsson sagði...

Já Pétur,
það má segja að það sé þöggun í gangi...