föstudagur, 25. júlí 2008

Feministi og Baggalútur í hár saman


Hjálmar Sigmarsson sem kallar sig ráðskonu karlahóps feminista var að hneikslast á nýju lagi Baggalúts, eða öllu heldur texta þess. Baggalútur tekur þessu illa upp og krefst afsökunarbeiðni.


Um þetta má lesa hér. Þar segir m.a. "Baggalútsmenn telja nauðgun viðurstyggilegt athæfi og fara fram á að ráðskonan (Hjálmar) biðjist opinberlega afsökunar á því að hafa logið því upp á höfunda og flytjendur lagsins að þeir hvetji til nauðgana. Hún væri maður að meiri fyrir vikið."

Hér má hlusta á nýtt lag Baggalúts, en synd væri að segja að það toppi hið grófyrta "Troddu þér inn í tjaldið hjá mér María María"

Hún Hjálmar á næsta leik.


Engin ummæli: