þriðjudagur, 22. júlí 2008

Sér hún ekki betur?


Afhverju sit ég svona hátt en þú ekki? spyr þriggja ára prinsessan í aftursætinu.

Af því að þú ert í barnabílstól svo þú sért örugg.
Já en afhverju er ég hátt uppi en þú ekki? ítrekar hún spurninguna.
Það er líklega svo þú sjáir betur út.
Svo ég sjái betur út. Ég sé girðingu, sérð þú hana?
Já ég sé þessa girðingu.
Þá sjáum við það sama.

Engin ummæli: