sunnudagur, 15. febrúar 2009

Ungir og glaðir með sína



hafa einhverjir ályktað í nafni ungra jafnaðarmanna um að Samfylkingin hafi axlað ábyrgð þegar almenningur tók völdin af flokknum í Búsáhaldabyltingunni og kom í veg fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins.


Hvernig fer það fram samkomuhaldið þegar ályktað er í nafni ungra jafnaðarmanna? Er boðað til félagsfundar? Er það einróma og almenn skoðun ungra jafnaðarmanna að þannig axli flokkurinn þeirra ábyrgð?

7 ummæli:

Egill Ó sagði...

Ætli það sé ekki bara hjá þeim eins og öðrum álíka félögum. Stjórn sambandsins/félagsins (því að þetta er félag sem heitir Ungir Jafnaðarmenn, þetta er ekki ályktun fyrir hönd alls ungs fólk sem álýtur sig vera jafnaðarmenn) hefur skv. lögum þess heimild til þess að álykta í nafni þess.

Gleymdist að láta þig vita?

Nafnlaus sagði...

Semsagt meirihluti þeirra stjórnarmanna sem náðist í.
Doddi D

Hörður Svavarsson sagði...

Nei Egill ég fitta ekki inn í þessi félög, ekki í plús 60, er ekki ungur heldur og ekki kona. Karlmenn á fimmtugsaldri hafa ekki sérhagsmunafélög í þessum selskap.

Finnst bara við hæfi að þegar stjórn ályktar þá komi það fram. Ályktunin er þvert á móti sett fram eins og hún sé fyrir hönd alls ungs fólks sem álýtur sig jafnaðarmenn.

Voru þau fimm?

Egill Ó sagði...

Mér finnst þetta vera pínu smámunasemi hjá þér. Má það ekki vera þeim ljóst sem fara inn á síðu ungliðahreyfingar sem heitir 'Ungir Jafnaðarmenn' að ályktanir sem þar birtast séu gerðar í nafni félagsins?

Það þarf t.d. ekki að leita mjög lengi á þessari síðu til að sjá hverjir standa að baki henni. En ég býst nú við að þú hafir ekki þurft að leita eftir þeim upplýsingum.

Nú hefur þessi hreyfing ályktað um hitt og þetta í gegnum tíðina, eins og reyndar líklega flest allar flokksstofnanir á landinu, óháð hvaða flokkum þær tilheyra.

Getur verið að málið sé ekki það að þú efist um umboðið heldur að þú sért ósammála ályktuninni? Sem ég er reyndar líka svo það komi fram.

Unknown sagði...

Ég efast um umboðið Egill.

Ég efast um að ungir jafnaðarmenn telji almennt, að Samfylking hafi axlað ábyrgð þegar almenningur rak hana úr rískisstjórn með óeirðum.

Smámunasemi?

Egill Ó sagði...

Þá kalla óánægðir félagsmann í ungliðahreyfingunni Ungir Jafnaðarmenn til félagsfundar og mótmæla því að stjórn félagsins álykti í nafni þess.

Og á næsta aðalfundi hreyfingarinnar verður þá lögum félagsins væntanlega breytt. Kannski þannig að Ungir Jafnaðarmennn geti ekki ályktað nema að höfðu samráði við tiltekinn fjölda félagsmanna.

Nema að flestir ungir jafnaðarmenn séu bara ósammála okkur um ábyrgðina. Og að þeir vilji kannski að félagið sitt geti með góðu móti gefið út ályktanir eins og önnur félög.

Hörður Svavarsson sagði...

Ég sé núna að þetta er alveg rétt hjá þér Egill.

Í lögum þeirra segir að Miðstjórn beri ábyrgð á ályktunum í nafni félagsins og miðstjórnarmenn eru kjörnir 8. Auk þeirra sitja þar formenn 8 félaga og svokölluð framkvæmdastjórn alls 24 einstaklingar ef vel er mætt.

Fundi skal boða með tveggja sólarhringa fyrirvara, það var heppileg tilviljun að þau voru akkúrat búin að boða fund á sama sólarhring og Jón Baldvin gaf út yfirlýsingar sínar.

Þetta sístem er greinilega ekki svona í félögum fullorðinna jafnaðarmanna. Í Reykjavík var félagsfundur sem ályktaði gegn þáverandi ríkisstjórn í nafni félagsins en í Kópavogi og Hafnarfirði héldu stjórnir félaganna fundi og gáfu út yfirlýsingar í nafni stjórnanna.

En þetta er alveg rétt hjá þér Egill. Formlega hefur miðstjónin umboð til að álykta í nafni félagsins. það er ágætt að vera búinn að komast að þessu þá veit maður næst þegar kemur ályktun í nafni ungra jafnaðar,ana að það er sennilega einhver 10 til 20 manna hópur sem er að punda út skoðunum sínum.