þriðjudagur, 17. febrúar 2009

Tökum fram pottana



Það var tvennt sem skipti miklu máli að nýja rikisstjórninn afgreiddi með sóma. Raunverulegan stuðning við heimilin í landinu og stjórnlagaþing.


Undanfarna daga hefur verið að koma í ljós að ekkert á að gera af viti fyrir fjölskyldur sem sem sjá húseignir sínar fuðra upp í verðbólgurugli. Lengja í lánum... Greiða í hlutum út miljón af séreignasparnaði... Búið. Tuttugu miljóna íbúðalán hækkar um hálfa miljón á mánuði.

Nú kemur þessi frétt: "Ólíklegt að frumvarp um stjórnlagaþing nái fram að ganga fyrir kosningar"

Það er kominn tími til að taka fram góðan pott og sterka sleif. Hvað eigum við að öskra?




4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held þú ættir að fara að haga þér eins og maður. Það væri það skásta í stöðunni.

Verðbólgan verður líklega komin niður í ekki neitt þegar líða tekur á árið. Þetta er ekki heimilisbókhaldið þitt sem er verið að vinna með kúturinn.

Lengja í lánum hefur ekkert að segja. Þegar lánin eru orðin yfir 20 ár, þá minnkar afborgun pr. mánuð sama og ekki neitt, jafnvel þó 25 ára lán yrði lengt í 50 ára lán. Vextir verða svo háir að þú græðir ekkert á því.

Séreignasparnaður er ekki geymdur ofan í skúffu hjá lífeyrissjóðunum. Það getur tekið tíma að selja eignir á þokkalegu verði til að geta borgað út með engum fyrirvara eins og verið er að leggja til núna. þetta var léleg tillaga.

Líklega er 20 milljóna króna íbúðarlán í erlendri mynt að lækka töluvert þessa dagana, gengið er að lækka.

held að svona anarkistar eins og þú séuð búnir að vinna nógan skaða í bili. Er ekki bara best að menn noti búsáhöldin sem þau voru gerð fyrir og hausinn á sér í það sem hann var ætlaður til?

Nafnlaus sagði...

já endilega taktu fram pottanna,sleifarnar, og ekki gleyma sigtinu. þú bara ferð niður á Austurvöll og byrjar !

Nafnlaus sagði...

Nafnlausir! Hvaða viðkvæmni er þetta! Frábær tillaga með séreignarsparnaðinn! Hlakka til að losna við verðtrygginguna!
Kveðja,
Beta

Unknown sagði...

Já nafnlaus við erum sammála um að þetta eru gagnslausar tilögur. Lengja í lanunum hefur ekkert að segja og útgreiðsla á lífeyrissparnaði ekki heldur.

Skrítið samt ef lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir útgreiðslu á séreignasparnaði ef þeir ætla að setja 70 miljarða í fjárfetingasjóð atvinnulífsins til fyrirtækja í fjáhagsvanda.

Og smart hjá fólki sem veit hvernig á að haga sér eins og maður að koma ekki fram undir eigin nafni, Pétur.