miðvikudagur, 25. febrúar 2009

Kreppublogg



Ég fékk ekki svartar ólívur í Fjarðarkaupum. Búðarkonan sagði að þetta væri rétt að byrja. Sumar vörur koma ekkert aftur sagði hún og fólk á mjög erfitt með að sætta sig við þetta.


Í Súfistanum er ekki hægt að kaupa kaffibaunir lengur. Ekki neina tegund. Við eigum bara eitthvað smá sem við verðum að nota sjálf sagði afgreiðslustúlkan. Það er eitthvað erfitt með innflutning sagði hún.

Í Bónus kostuðu rakvélarblöðin mín 3490 krónur, átta stikki í pakka. Rakvélablað á 436 krónur!

Tómatbökuáti (með ólívum) og kaffidrykkju er sjálfhætt hér með. Ég hætti fljótlega að raka mig líka.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er hrifnari af grænum ólívum.

- g