laugardagur, 7. febrúar 2009

Elítuframboð Ernis



Þau sitja í Vikulokin núna og tala um kröfuna um nýja tíma og ekki megi ráða nýjan seðlabankastjóra sem lengi hefur verið tengdur “vinstri öflunum”


Í þessum hópi situr Sigmundur Ernir sem rak Einar Má Guðmundsson, einn skeleggasta talsmann alþýðunnar, úr spjallþætti sínum eftir að Einar hafði talað umbúðalaust og opinskátt um spillingu og ranglæti.

Svo hætti Sigmundur Ernir Rúnarsson sjálfur hjá sjónvarpsstöðinni og sagist þá hafa losnað undan oki auðmanna (en þar hefur hann dvalið alla starfsævi sína).

Nú hefur Sigmundur gengið til liðs við Samfylkinguna og segir borubrattur í útvarpinu að ef ráða eigi menn pólitískt skuli stjórnvöld vita að nóg sé til af búsáhöldum.

Sigmundur var nú ekki par glaður þegar mótmælendur stöðvuðu Kryddsíldina hans en ef til vill á hann vel heima í hópi þeirra stjórnmálamanna sem segja fólki að það sé ekki þjóðin, tilfinningu hans fyrir almenningi orðaði fyrrum kollegi hans, Árni Snævar, svona:

“Sigmundur Ernir og Edda Andrésdóttir virðast ekki hafa áttað sig á því að víglínan í íslenskum stjórnmálum, er ekki nema að hluta til á milli stjórnmálaflokkanna, á milli hægri og vinstri, heldur á milli elítunnar annars vegar og fólksins hins vegar.”

Ég held samt að Sigmundur sé góður drengur og hann var ágætt ljóðskáld. Vonandi gengur honum vel í pólitíkinni og flokknum hans líka, ég hefði þó frekar viljað sjá Einar Má á framboðslista þessa flokks sem ég held að hann hafi eitt sinn stutt.


6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann lýsti þeirri skoðun sinni í sama þætti, að nýleg tímabundin ráðning bankastjóra í Landsbankanum, sýni trúlega að verkefnin séu í dag fleiri en ríkisstjórn kemst yfir að takast á við. Er það virkilega hugmynd hans (og e.t.v. fleiri) að í kjölfar íslensku byltingarinnar eigi hér að ríkja fullkomið ráðherraræði - að ráðherrar og ríkisstjórn eigi að véla um hverja gjörð í opinberri stjórnsýslu? Gilda ekki ennþá einhver lög og regluumgerð sem tryggir valddreifingu og lýðræðislega skipan þjóðmála? Hverju missti ég af?

Nafnlaus sagði...

Ég varð "voða hissa" að heyra þær fréttir að súri gæinn úr kriddsíldinni færi til Samfó. Hefði frekar trúað því að hann stykki uppí fangið á Framsóknar-maddömuni, þar sem allir tækifærissinnarnir og framapotararnir rotta sig saman þessa dagana.
Annars finnst mér þetta "flokka" þref og þras einhver mesta lágkúra samfélagsins, einkum hjá fólki sem stefnir bara á að viðhalda hefðbundnu pólitísku landslagi. Mikið svakalega væri gaman að fá nýtt afl koma fram á sjónarsviðið sem rústaði fylgi "gömlu" flokkanna.

Nafnlaus sagði...

Ah, Sigmundur fer þarna inn að undirlagi Kristjáns Möller, til að reyna að tryggja ráðherrasæti Kristjáns. Það er svona framsóknarvinkill á þessu.

bladurskjodan sagði...

við erum nú þegar með allt of mikið af útbrunnum kertum á þingi

Nafnlaus sagði...

Ég segi nú bara eins og kerlingin forðum - mér sama hvað þið kjósið - bara EKKI KJÓSA Sjálfstæðisflokkinn.

Nafnlaus sagði...

Ég held að síst af öllu vanti okkur fleiri kaffihúsapóítíkusa eða framapotara á þing. Við þurfum hæft fólk sem kann til verka og hefur tengingu við raunveruleikann.