föstudagur, 31. október 2008

Myntkörfufrysting - ólögleg mismunun


Hvernig er það?


Ríkisstjórn gefur bönkum í sinni eigu skipun um að frysta íbúðalán tekin í erlendri mynt og lofar að kaupa upp lánin á upphaflegum kjörum.

Ekkert bólar á aðstoð við þá sem eru að borga af lánum teknum í íslenskum krónum og ákalli um að taka vísitölutryggingu úr sambandi er svarað með því að skipa nefnd undir forystu Gylfa Arnbjörnssonar sem hefur lýst því yfir að það sé ekki hægt að taka vísitölutryggingu úr sambandi. Hann er að gæta hagsmuna sjóða.

Með þessari mismunun stendur ríkisstjórnin fyrir eignatilfærslu þar sem tekið er fé frá almenningi til að greiða fyrir einum hópi fólks meðan annar blæðir. Þetta er ólögleg mismunun og stjórnarskrárbrot.

Og hvernig er það?
Er það ráðherrann minn og málsvari almennings sem stendur fyrir þessu, Jóhanna Sigurðardóttir, sem sá ástæðu til þess í dag að senda bankastjórnum ríkisbankanna áminningu um að virða jafnréttislög? ! !


6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á upphaflegu gengi! Hvaðan hefur þú það? Ég hef misst af einhverju.

Auðvitað væri það mjög "djarfur gjörningur" en ég man ekki eftir að hafa séð þetta sett upp svona.
Bara eftir pælingum um hvaða dagsetningu og/eða gengi ætti að miða við, en ekki upphaflegt gengi.

StashDiva sagði...

Ef það á að frysta myntkörfulánin þá verður að frysta verðbólguna. Ég skil að nokkru marki áhyggjur lífeyrissjóðanna en það ætti að vera hægt að leysa þetta fyrir þá líka.
Ef að IBL ætlar að kaupa gegnislánin af bönkunum þá getur hann boðið sjóðunum að kaupa verðtryggðu lánin af þeim líka. Síðan yrði fundinn fastur punktur fyrir frystinguna og lántakendur hafðu val um að breyta lánum í óverðtryggð húsnæðislán með hæflegum vöxtum. Auðvitað yrði þetta dýrt fyrir ríkissjóð, en ef að heildarafleiðingarnar af því að halda verðtryggingunni upp eru teknar með í dæmið þá má ætla að útgjöld vegna gjaldþrotamála, velferðarþjónustu og annara slíkra málaflokka vegi nokkuð þungt uppá móti kostnaði.

Unknown sagði...

Rétt hjá þér nafnlaus þetta er ónákvæmt hjá mér, "á upphaflegum kjörum" var sagt.

Það var örugglega Jóhanna sem lofaði því og forstjóri ILS staðfesti það í útvarpsviðtali daginn eftir. Kjör og gengi er auðvitað ekki það sama en kjör er reyndar svolítið óljóst hugtak.

Best ég leiðrétti þetta í færslunni, en læt þessar athugasemdir okkar standa, sem ævarandi sönnun um ónákvæmni mína.

Meginpælingin í blogginu um mismunina stendur sam óhögguð. ;-)

Takk fyrir þessa ábendingu.

Nafnlaus sagði...

Þú leggur semsagt til að það ætti að aðstoða fólk með verðtryggð lán?

Væri það ekki líka mismunun? Gagnvart fólki sem er ekki með myntkörfulán eða verðtryggingu.

t.d fólki með yfirdrátt á morðvöxtum eða skuldlaust sparsamt fólk.

Annars góð bloggsíða hjá þér =)

Unknown sagði...

Jú Ingi það væri þannig ef einhver hópur er skilinn eftir. Ríkisvaldinu ber að koma jafnt fram við alla.

Núna er í gangi eignatilfærsla af hálfu ríkisisns - sem er klárlega ólögleg mismunun.

S. Kristjansson sagði...

Það er alveg eftir þessum bjánum sem stýra þessu landi að verðlauna þá sem tóku rangar ákvarðanir, en við sem reyndum að nota skynsemi og verðja ekki á löngu ónýta krónu, við fáum fingurinn frá þeim.

Ekki voru þetta forsendurnar sem ég tók mín lán á. Fuck this shit.