fimmtudagur, 9. október 2008

Brunalið með bensínslöngu


Ég hef verið þeirrar skoðunar að rétt sé að ölduganginn lægi áður en seðlabankastjóra sé skipt út. Þessi skaðvaldur með bensínslönguna við stórbálið gerir það þó ekki endasleppt.


Í fréttablaðinu í dag segir:
“Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í Kastljósþætti, að erlendir kröfuhafar fengju ekki nema "þetta fimm, tíu, fimmtán prósent upp í sínar kröfur."
Heimildir innan stjórnvalda herma að ummæli Davíðs hafi valdið titringi hjá Bretum.”

Og í kjölfarið komst Kaupþing þrot. Um það er sagt á Mbl.
Kaupþingsmenn eru sannfærðir um að Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, hafi í máli sínu í gærmorgun verið að vísa til orða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld, þegar hann greindi frá því að Íslendingar ætluðu ekki að borga. „They are not going to pay!“ sagði ráðherrann. Telja þeir að þessi túlkun fjármálaráðherrans á orðum seðlabankastjóra, með skírskotun til tryggingagreiðslna vegna Icesave-innlánsreikninganna, hafi riðið baggamuninn og allt traust erlendra lánardrottna hafi beinlínis gufað upp á augabragði.

Vonbrigði forsvarsmanna Kaupþings eru gífurleg. „Við vorum ekki í vanskilum, vorum með nægt laust fé og góða eignastöðu. En fyrirtækið var tekið af okkur með valdi í Bretlandi og við gátum ekkert gert,“

Nú er ekki hægt að réttlæta það lengur að bíða með að víkja Davíð burt!

Engin ummæli: