laugardagur, 25. október 2008

Í fréttum var þetta helst


Bæjarstjórinn í Kópavogi skilur ekki að bankastjórn Seðlabankans hefur ekkert með peningamálastefnuna að gera. Bankastjórnin ber ábyrgð á rekstri bankans. Lítil vörn fyrir vini Davíðs að þessum stuðningi.


Svo kom konan sem eitt sinn var sökuð um að sparka í lögguna í viðtal og sagði að ekki mætti sparka í borgina. Þarna stóð hún á horni Mangarastrætis og vill að við föðmum þessar götur og verðum eitt með þeim. Fyndið.


Engin ummæli: