sunnudagur, 5. október 2008

Ekki benda á mig...


Mín litla fjölskylda skuldbreytti óhagstæðu húsnæðisláni árið 2004. Svigrúmið sem við það fékkst var notað til að lagfæra þakið á húsinu okkar, við staðgreiddum þá viðgerð.


Við höfum ekki fengið okkur jeppa á erlendu láni, ekki fellihýsi og seinast þegar ég fór í utanlandsferð var það á vegum vinnustaðar míns árið 2006.

Allir þeir bílar sem ég hef keypt um ævina hafa kostað vel innan við milljón og þeir hafa aldrei verið fjármagnaðir með erlendu láni.

Mér hefur fundist menn í fjármálageiranum fara offari undanfarin ár og stjórnast af heimskulegri græðgi. Ég hef hlustað á viðvaranir við ofurvexti bankakerfisins og litlum gjaldeyrisforða. Ég hef fylgst með því hvernig krónubréf hafa stjórnað genginu og séð viðvaranir við því að einhverntíma komi að því að krónubréfin verði innleyst.

Ég hef eins og fjölmargir aðrir, meirihluti þjóðarinnar reyndar, kallað eftir evru því ég eins og aðrir er í þrælahaldi krónunnar.

Ég hef sé ráðamenn skella skollaeyrum við viðvörunum og hundsa með bjánalegum rökum ákall um evru.

Mér finnst þessvegna óþolandi núna þegar menn á borð við Pétur Blöndal og Geir Haarde koma og hald því fram að við séum öll samábyrg og ástæðan sé að svo margir fengu sér jeppa. Það er óþolandi.


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er samt þér að kenna!

Unknown sagði...

O.k. Pétur

Nafnlaus sagði...

Ég tek undir það ...

... þér var nær að fæðast hér á landi Höddi.

Hvar er Hannes Smára eiginlega???

kv, GHs