miðvikudagur, 29. október 2008
Ingibjörg, Ingibjörg
Mér dettur ekki í hug að hald því fram að Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafi knésett bankana eða ætlað sér það. Það er bara súrrealískt að halda slíku fram. Geir var þess vegna trúverðugur og næstum brjóstumkennanlegur þegar hann benti á í kvöldfréttum að auðvitað hefðu þeir Davíð ekki staðið þannig að verki.
Það skiptir bara ekki máli núna. Við værum ekki í þessari stöðu ef þeir félagar hefðu ekki haldið uppi þessari ónýtu peningamálastefnu. Við værum ekki í þessari stöðu ef þeir hefðu ekki einangrað hagkerfið með þessum dvergvaxna gjaldmiðli sem nú er rúinn trausti.
Engum dylst að undir forystu Davíðs og Geirs höfum við ekið þessa stefnu til glötunar. Það er ekki ásættanlegt að Samfylkingin kói með þessu lið lengur, nú á að hætta þessu bulli Ingibjörg.
Ingibjörg!
INGIBJÖRG!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
henni er örugglega skítsama om allt nema stólinn sinn
Skrifa ummæli