fimmtudagur, 24. júlí 2008

Samhjálp í USA - en ekki hér.


Bandaríkjaþing leggur nú drög að því að húsnæðiseigendur í greiðsluerfiðleikum geti fengið ríkistryggð endurfjármögnunarlán. Jafnframt á ríkissjóður BNA að hafa svigrúm til ótakmarkaðra lánveitinga til tveggja stærstu íbúðalánasjóðanna auk heimildar til hlutafjárkaupa í þeim.

Á íslandi er beðið eftir staðfestingu frá Eftirliststofnun Efta um að ríkisstyrkir til Íbúðalánasjóðs brjóti gegn reglum EES. Fjármálaráðherra hefur boðað veigamiklar breytingar á Íbúðalánasjóði með haustinu. Sjálfsagt verður sjóðurinn lagður af í núverandi mynd.

Á Ísland er samt hugsanlegt að ríkisstyðja við einkabankana sem farið hafa offari í lántökum. Hummm.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hárrétt hjá þér.

Nafnlaus sagði...

Ertu sem sagt að segja að Íslendingar séu meiri kapitalismar en Bandaríkjamenn. Ég hef komið þarna nokkrum sinnum og kynnst fólki sem vinnur þarna. Ég varð undrandi hvernig er komið fram við verkafólk þarna það virðist ekki hafa nein réttindi fær ekki veikindadagana borgaða eingin uppsagnafrestur þarf bara að hætta strax og þarft að vinna í mörg ár á sama stað til að fá viku sumarfrí.

Unknown sagði...

Nei Nafnlaus 2 ég er ekki að halda neinu slíku fram.

Bara að benda á að í usa stendur til að leggja almenningi lið í húfnæðisfjármálakreppunni, en ekki hér. En ég er nokkuð sammála honum nafna þínum.