mánudagur, 21. júlí 2008

Ó pólitískir listamenn


Skil ekkert í Bubba að dissa Björku þó hún hafi stutt náttúruvernd en honum finnist meiri þörf á að ræða fátækt.

Skil ekkert í Bubba að vilja ræða fátækt þegar það er miklu meiri þörf á að tala um langveik börn.

Skil ekkert í Kristjáni Jóhanns að syngja fyrir langveik börn þegar það er miklu meiri þörf á að ráðast gegn fíkniefnavandanum.

Skil ekkert í K.K. að styðja SÁÁ í baráttunni gegn fíkniefnavandanum þegar það er meiri þörf á “að taka á atvinnumálunum og búa til álbræðslu”.

Skil ekkert í Bjögga og Leiló koma fram á áróðurssamkomum álversins í Straumsvík þegar meiri þörf er á að leggja öðrum hægrimönnum lið.

Skil ekkert í Stebba Hilmars að syngja í veislu hægriöfgamannsins Sigurðar Kára þegar meiri þörf er á að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra.

Skil ekkert í Páli Óskara að…

Og ég skil ekkert í vefstjóra Bubba Mortens að halda því fram að Bubbi sé eini pólitíski tónlistarmaðurinn á Íslandi. Það er pólitískt að vera til.





5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður ...

Kv, GHs

Nafnlaus sagði...

Þetta er gáfulegasta bloggfærsla sem ég hef séð um þetta mál.

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega :)

Nafnlaus sagði...

Er "kóngurinn" nokkuð fallinn ?

Unknown sagði...

Ha ha ha..... Nákvæmlega.. :)