Heimir Már Pétursson bar saman epli og kjötbollur þegar hann vóg álbræðsluiðnaðinn á móti ferðamannabransanum í sjónvarpi í gær.
Í þættinum í Vikulokinn kynnti Andri Snær Magnason útreikninga sína á því hvað verður eftir af þeim tekjum sem hampað er þegar því er haldið fram að áliðnaðurinn sé starri enn t.d. sjávarútvegur eða heimsóknir ferðamanna.
Megnið af tekjunum fer beint í erlenda vasa eigenda álbræðslanna. Af þeim 80 sem fást í “útflutningstekjur” standa um 2 milljarðar eftir í launum til starfsmanna og um sex milljarðar fyrir orkusölu. Tekjur af orkusölu halda svo beina leið úr landi til að greiða niður lá Landsvirkjunar vegna virkjanaframkvæmda.
Tekjur sem standa eftir eru því tveir milljarðar - húrra fyrir því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Þetta þykja mér skrýtnir útreikningar. Það eru líka greidd laun í sjávarútvegi. Líka þarf að greiða fyrir orkuna sem fer í að knýja fiskiskipin (megnið af þeim pening endar reyndar í útlöndum). Svo gleymist að taka með í reikninginn aukna ferðamennsku í sambandi við virkjanirnar okkar.
Laun í sjávarúvegi sitja væntanlega eftir í landinu eins og aðrar tekjur af fisksölu. Vel má draga orkukostnað fiskiskipa frá hagnaðinu.
Aðalatriðið er að bera ekki saman epli og kjötbollur eins og gert var í gær.
Það er líka munur á því að flytja hingað súrál erlendis frá sem væntanlega þarf að borga fyrir eða að veiða fisk sem íslendingar eiga. Íslendingar fá þá væntanlega eitthvað fyrir hráefnið. En með álið þá er það bara orka og laun sem verða hér eftir.
Hold er mold!
Hér er einfaldlega verið að fara með rangt mál og ósatt með vilja, launagreiðslur eru markfallt hæri en Hörður segir, en það verður tekið fyrir betur á Ljóninu.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Ég hef að sjálfsögðu enga löngun til að ljúga og sigurjón vigfússon hefur engar forsendur til að tjá sig um minn vilja aðrar en ágiskanir.
Ég vitna til heimilda, ef ég fer rangt með skal ég fúslega leiðrétta það. En hver sem er getur hlustað á umræddan þátt í Vikulokin.
Sæll, Hörður það er gott, beinn launakosnaður er á bilinu 12,8 milljarðar, þá vanta óbeinar vertakar.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Skrifa ummæli