föstudagur, 18. júlí 2008

illt


Það er sagt að Jesú hafi boðað fyrirgefninguna. Það er líka sagt að gyðingar hafi krossfest hann.


Sextíu árum eftir að stríðsglæpamanninum Aribert Heim var sleppt úr Bandarísku fangelsi er hin Ísraelska Wiesenthal stofnun á höttunum eftir honum.

Það er lífseigt hatrið. Eða er þetta bara bíssness?


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Hörður.
Mér finnst þú ættir að fjarlægja þessa færslu. Hvað ertu að reyna að segja? Fréttin sem þú vísar í er um að reynt sé að hafa hendur í hári illmennis sem myrti og pyntaði fjölda manna. Af hverju ertu að segja að gyðingar hafi drepið jesú? Hvað hefurðu fyrir þér í því? Af hverju er það nefnt í sömu andránni og að gyðingar vilji handsama þetta illmenni svo koma megi því fyrir dómara? Er það til að kasta annarlegu ljósi á aðgerðina? Finnst þér að Doktor dauði ætti að sleppa fyrst hann hefur sloppið svona lengi? Heldur þú að þetta allt sé bara bissness? Mér finnst að allir þeir sem pynta og myrða fólk eigi að svara til saka fyrir það. Sama hvernig hinn myrti og pyntaði var á litinn og sama hverju fórnarlambið trúði eða trúði ekki í lifandi lífi. Sumir glæpir fyrnast ekki og suma glæpamenn á að hundelta meðan nokkur von er um að hafa hendur í hári þeirra. Stundum skrifa menn eitthvað vanhugsað og flausturslega sem misskilja má og best er að setja í ruslið. Ég held að þessi færsla þín sé svoleiðis og best sé að þurrka hana út.

Nafnlaus sagði...

Voðaleg viðkvæmni er þetta í þér Ari. Það að Ísraelsmenn nái honum og fari illa með síðustu andartökin bæta ekkert fyrir neinn. Fórnarlömb pyntinga þessa sadista eru jafn dauð en eftir stendur Wiesenthal stofnunin verkefnalaus nema hún fari að elta uppi gerendur í helför Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum.

Unknown sagði...

Já Ari, finnst þér þá að kommentið þitt eigi að fá að standa og ég eigi bara að þurrka út færsluna mín, hér á blogginu mínu?

Ég hef ekki alltaf öll svörin og hef ekki áhuga á að tilreiða meiningu mína með teskeið, hún kemur fram í blogginu eins og hún á að koma fram.

Það má svo misskilja allt og allar mínar bloggfærslur eru þar meðtaldar.

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki alveg að skilja hér, enda voðalega viðkvæmur: Eru menn sem sagt að segja að það hafi engan tilgang að elta uppi morðingja þar sem fórnarlömbin sé í engu betur sett, jafn dauð og áður?
Að slíkur eltingaleikur sé bisness eða atvinnubótavinna?
Þetta er auðvitað alveg nýr flötur og gæti verið mikill sparnaður í réttarkerfinu.
Svo er verið að blanda inn í reikningsdæmið jesú og illvirkjum gegn palestínumönnum og niðurstaðan úr dæminu að það sé eitthvað undarlegt við að vilja að réttað sé yfir Aribert Heim af því hann sé orðinn svo gamall. Mér finnst illmenni eigi að svara til saka, algerlega burtséð frá aldri. Það er svo dómstóla að ákveða refsingu. Þú mátt henda öllum mínum skrifum ef þig langar til, þetta er þín síða. Mér fannst þetta blogg þitt einhvern veginn þannig að það væri best í ruslinu því það kastar skugga á annað sem þú hefur skrifað af skynsemi. Því svaraði ég þér eins og ég gerði.

Hörður Svavarsson sagði...

Takk fyrir Ari.
Það er nú voða lítið af staðhæfingum af minni hálfu í þessu bloggi. Bara ein.

Ég hef ekkert verið að halda því fram að það eigi ekki að elta uppi þetta gamalmenni sem vann í 15 ár við að hjálpa fólki eftir að Bandaríkjamenn slepptu honum úr fangelsi. Kannski á að gera það, þú ert greinilega á því.