miðvikudagur, 30. júlí 2008

Bætur fyrir börn



Á morgun verða skattskrár lagðar fram. Þá hefst í árlega umræða um greiðendur hæstu skatta og hástökkvara ársins. Hæsta bóndann, hæsta lækninn, hæsta bankamanninn og þar fram eftir götunum.


Þá fara líka fram árleg viðtöl við stuttbuxnaherdeildir Davíðsæskunnar sem steðja fram að venju, merktar Heimdalli í bak og fyrir, til að mótmæla því að borgararnir fái upplýsingar um hvað aðrir einstaklingar leggja til samfélagsins. Allt undir merkjum mannréttinda.

Jafnframt álagningarseðlum fáum við barnafólk upplýsingar um barnabætur og hvort við erum innan tekjumarka barnabótaauka. Barnabætur verða sjaldan tilefni til fréttaumfjöllunar.

En hverslags þjóðfélag er það sem gerir börn og barneignir að andlagi bóta? Hverslags þjóðfélag er það sem greiðir bætur þeim sem ala börn?

Hversvegna njóta ekki börn persónuafsláttar eins og aðrir einstaklingar sem eru hluti af samfélagi okkar? Persónuafsláttar sem forráðamenn gætu nýtt sér eins og hægt er að nýta sér persónuafslátt maka.

Eru það mannréttindi að börn njóti ekki persónuafsláttar eins og annað fólk en samfélagið greiði þess í stað bætur þeirra vegna?


7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég geri ráð fyrir að þú sýnir nú gott fordæmi og birtir launin þín hérna. Það spara mönnun ómakið að þurfa að fara niður í skatt og kíkja.

Eða er þér illa við að menn séu að hnýsast?

Hörður Svavarsson sagði...

Hef ekkert á móti hnýsni þinni Tómas og get sparað þér sporin suður til Skattsrjóra Hafnarfjarðar. Hvað villtu vita? Er það útsvarið eða tekjuskatturinn?

Annar er þetta aukaatrið af minni hálfu í þessari færslu, sem átti aðallega að snúast um barnabætur.

Nafnlaus sagði...

Sæll félagi eru aðstoðarleikskólastjórar annars ekki með álíka laun og bankastjórar? Annars varðandi börnin þá vildi einn vinur minn í gamla daga að við fengjum öll borgaralaun frá fæðingu. Sem virkuðu svipað og persónuafslátturinn gerir nú. Þetta var reyndar fyrir langa löngu. En kannski er þetta hugmynd sem vert er að pæla í **)

Nafnlaus sagði...

Af hverju fara barnabæturnar í 95% tilvika til mæðra en ekki feðra?

Nafnlaus sagði...

ég er alveg sammála þér Hörður. Framfærslueiningin (fjölskyldan) ætti að geta ráðstafað persónufrádrætti allra meðlima. Barna, maka, aldraðra foreldra, fatlaðra .. þar með væri hægt að einfalda kerfið mikið.

Nafnlaus sagði...

Sæll Hörður,

Ég hef heldur ekkert að fela, en finnst það vera frekar sérstakt þegar ég fæ að lesa eigin um eigin laun á síðum blaðanna, fyrst og fremst vegna þess að ég blogga á Eyjunnni.

Ef þessar upplýsingar eru svona mikilvægar afhverju er þetta bara opið í viku? Ætti ég þá ekki að geta farið inn á skattstjóra, slegið inn Hörður Svavarsson og fengið að vita þetta?

Unknown sagði...

Kristín, ég veit ekki um bannkastjóralaun en sýnist skólastjóralaun slaga í þingmannalaun. Borgaralaun, persónuafsláttur sama um nafni en ekki misréttið.

Mr. Nafnlaus, held þétta sé ekkki rétt hjá þér.

Frú Birna, við erum þá a.m.k. tvö.

Og Tómas. þetta er rétt hjá þér. Á netið með þessar skrár, það mætti jafnvel taka uppflettigjald.