föstudagur, 20. júní 2008

Ólafshús er æði gott


Ókum Þverárfjallsveg á leið niður á Krók í gær. Á þessum slóðum hafa hvítir litir í umhverfinu öðlast nýja athygli og merkingu. Og mikið er mikið af þeim. Var þetta kind? Er þetta áburðarpoki? Er e´tta snjór? Var þetta hross? Að minnsta kosti komumst við klakklaust og óétin niður á Krók.


Á Króknum var tekin pizza í veitingastaðnum Ólafshúsi. Hvílíkur metnaður. Ég hef ekki bragðað betri pizzu um dagana. Allir pizzasalar sunnanlands falla í skuggann. Nú get ég loksins haft skilning á hví fólk vil hafa fasta búsetu á Króknum.

Kannski það sé þess virði að koma við á veitingastaðnum Sauðaþjófnum á Blönduósi í bakaleiðinni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jebb. Það er alkunna meðal okkar Skagfirðinga að pizzurnar á Ólafshúsi séu frábærar. Um að gera að breiða út boðskapnum.

Nafnlaus sagði...

Tókstu með þér ísbjarnarvettlingana Hörður minn?

Guðmundur Rúnar

Nafnlaus sagði...

Já það væri nú munur ef ein og ein pizza heldur fólki við krók. heheha.
Kveðja frá fyrrverandi króksara og vinnufélaga :)