fimmtudagur, 26. júní 2008

Fær í eyjum - að láta verkin tala


Loks þegar borgarstjóri fer í opinbera heimsókn hlýst af því óvæntur og mikill menningarhagvöxtur, þó ekki sé farið lengra út fyrir landsteinana en til Færeyja.


Nú þarf ég að fá að heyra þetta, eða sjá þetta viðtal við Sölvu Ford sem Kringvarp Föreyja kynnir svo:

“Sølva Ford sigur frá sínum truplu tannárum. Tvær reisur var hon gift. Lívið var ikki einfalt og hon var í ráðaloysi, til hon ein dag kom eftir, at Guð kundi hjálpa.”

Fram að því hlusta ég á Sölvu syngja um að loksins sé hún frjás. Ég hlakka sannarlega til menningarnætur.

Læt það vera að peista inn þessari mynd, þó flott sé.

Nú má trekkja upp miðborgarstjórann Kobba og láta hann segja eitthvað uppskrúfað a borð við:

“Fær í eyjum flest á sjóvi Sølvu. Þetta var semsagt ekki sneypuför til Færeyja gjörð, þarna eru verkin látin tala”


Engin ummæli: