miðvikudagur, 25. júní 2008

Einkavinavæðing


Nú á að einkavæða Droplaugarstaði og e.t.v. fleiri hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Hver ætli hreppi reksturinn? Jórunni Frímannsdóttur og félögum hennar í borgarstjórn er örugglega treystandi til að koma “réttum” aðilum í reksturinn.

Í fundargerð Leikskólaráðs er eftirfarandi bókun frá Samfylkingu og VG:


“Á vef Leikskólasviðs er auglýst eftir áhugasömum aðilum til að reka ungbarnaskóla undir formerkjum heilsustefnu. Þar er gert ráð fyrir að skólinn verði sjálfstætt starfandi en njóti rekstrarstyrkja frá borginni. Í upphaflegri auglýsingu birtist slóð á fyrirtæki sem sérhæfir sig í slíkum rekstri”

Skrítið?

Frægt er orðið hvernig hagstæðasta tilboð um heimili fyrir vímuefnafíkla var hundsað og komið í hendur réttrar klíku. Um þann gjörning má lesa góða samantekt hér.

Þegar gerðar eru athugasemdir við þetta ráðslag kallar sjálfgræðismaðurinn Jórunn Frímannsdóttir þær læti eða röfl.


Fylgjumst nú vel með Droplaugarstöðum og Jórunni.

Engin ummæli: