laugardagur, 7. júní 2008

Björninn og heljarmennið


Guðmundur mágur minn var heljarmenni. Einhverju sinni erum við á ferð norður á sléttu, búnir að ganga dagpart og orðnir lerkaðir. Allt í einu veit ég ekki fyrr til en gríðarstór ísbjörn rís upp á afturfæturna beint fyrir framan okkur.


Guðmunur mágur minn var heljarmenni og þegar ísbjörninn lét ófriðlega óð Guðmundur í hann. Skiptir þá engum togum nema björninn sveiflar hramminum fellir Guðmund og rífur vinstri handlegg hans af um axlir.

En Guðmundur mágur minn var heljarmenni og stendur þegar í stað upp og æðir í ísbjörninn einhentur. Skiptir þá engum togum, nema hvað að ísbjörninn fellir hann aftur, sveiflar ógnarstórum hramminum og rífur hægri handlegg Guðmundar af um axlir.

Guðmundur mágur minn var heljarmenni og þar sem hann lá á hjarninu, handalaus í blóði sínu segir hann. “Hörður minn – Hörður minn – þú mátt bara eiga vettlingana mína”


Engin ummæli: