laugardagur, 7. júní 2008
Formannarugl-ingur
Hugmyndir Gunnars Svavarssonar formanns Fjárlaganefndar um að fresta byggingu nýs háskólasjúkrahúss vekja harkaleg viðbrögð hjá heilbrigðisráðherra. Skiptir þá engu þó varaformaður nefndarinnar og flokksbróðir ráðherrans, Kristján Þór Júlíusson, leggi áherslu á að skera þurfi verulega niður.
Í fréttum Stöðvar tvö í kvöld var svo talaða við Kristján Þór sem þá var orðinn formaður Fjárlaganefndarinnar.
Annað hvort veit Heimir Már Pétursson fréttamaður og fyrrverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar ekki hver er formaður Fjárlaganefndar, eða formaðurinn hefur fallið frá í dag.
Það kemur mér reyndar verulega á óvart ef Gunnar er ekki lengur á meðal vor og enginn hefur látið mig vita af því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Eruð þið Gunnar ekki bræður?
Höddi,
þú ættir að skammast þín fyrir að fylgjast ekki betur með skyldmennum þínum ...
kv, GHs
Skrifa ummæli