fimmtudagur, 26. júní 2008

Hásumarfegurð heimsins


Þvó rúður í morgun. Við sáum heiminn í nýju ljósi eftir það.


Prinsessan þriggja ára hvatti pabba sinn til að stíga á vogina í kvöld þegar þau áttu leið framhjá henni.

“Vááá pabbi þú hefur stækkað svona mikið. Mikið ertu duglegur!”

Einhvernvegin hljómaði þessi frasi ekki sem hrós í eyrum pabbans, þó hann gleðji prinsessuna alltaf. Stundum hittir maður sjálfan sig fyrir.

Nú er fegurð heimsins sofnuð í rúminu hans pabba síns og sumarnóttin leggur drög að nýjum morgni. Okkar bíða nokkrar rúður til viðbótar.

Hér eru tónverk dagsins:
MTV from James Houston on Vimeo.


1 ummæli:

Sveinbjörn Þ. sagði...

Fínt 2007 skrifstofulag, en Ella hefur verið fjarlægð. Þeir gera þetta oft rétthafarnir.